Ég er hrifinn af stelpu. Við erum í sama skóla en
ekki saman í neinum tímum. Við eigum sameiginlega
vini en þekkjumst ekki neitt þannig séð, vitum af
hvor öðru en ekkert meira en það. Eini skiptin sem
ég hef í raun og veru til að rekast á hana er í
frímínútum en það gerist sjaldan þar sem hún situr
með sínum vinahópi (sem er ekki minn) og ég með
mínum vinahópi þannig að aðstæður til að hefja
samræður hafa verið afar fáar.

Þannig að eini möguleikinn til að hefja samræður
og byrja að kynnast virðist vera í gegnum netið og
þar er ég í veseni. Finnst frekar kjánalegt að
byrja random samræður í gegnum netið, random
samræður virka í rl en ekki á netinu finnst mér.

Þannig að vesenið er góður icebreaker fyrir netið?
Aðrar tillögur eru einnig vel þegnar.
Tell your boyfriend if he says he's got beef,