Ég og vinur minn vorum að tala um „The friend zone“ áðan.
Hann vill meina það að strákar eru ekki með þetta friend zone dæmi. Ef að strákur á vinkonu, er það bara afþví að honum langi að sofa hjá henni, og að allir strákar væru tilbúnir til að „eyðileggja“ góða vináttu, bara til þess að fá að ríða henni. (Veit að sumir lýta ekki á þetta sem að eyðileggja, en þið vitið..) Og að þegar strákar hitta stelpu sem þeim finnst ljót, nenna þeir ekki að hafa fyrir því að kynnast henni, en ef hún er sæt, hafa þeir fyrir því en bara í von um að sofa hjá henni einn daginn…

Karlmenn, plís segið mér að þetta sé ekki satt!!


QUOTE:
Ég meina þú setur ekki myglaðan mat í ískápin bara það sem þú ætlar að éta.