Þannig er mál með vexti að ég var alveg ótrúlega hrifin af fyrrverandi bekkjarbróður mínum (og er enn).
Ég skipti um skóla í haust og hafði ekkert séð hann síðan í júní þegar við vorum saman að vinna í unglingavinnunni, og var rosa niðurdregin af því ég vildi hitta hann!
Hlustaði svo á ótrúlega sorglegt lag á Youtube í byrjun september og einhvern veginn bara missti mig alveg í tilfinningakast og sendi honum skilaboð á Facebook þar sem ég sagði honum frá því. Var alveg brjáluð út í sjálfa mig eftir á, af því að þetta var virkilega heimskulegt og alveg ótrúlega pathetic!! Hann svaraði ekki og mér leið rosa illa út af því, en hætti að hugsa um hann í lok september og út október, einhvern veginn varð mér bara alveg sama!
Svo kom erfitt tímabil heima í lok október og ég skrifaði texta úr sorglegu lagi í status á Facebook. Í byrjun nóvember svaraði stelpa úr 10. bekk í gamla skólanum mínum status-num, spurði hvort þetta væri um strákinn, og ég sagði já (þrátt fyrir að það hefði alls ekkert verið um hann, veit ekkert af hverju ég sagði það). En þá byrjaði hún að tala við mig á Facebook-spjallinu og hún sagði mér að hann hefði sagt henni frá skilaboðunum og að hann væri líka hrifinn af mér. Ég trúði henni ekki í fyrstu en sannfærðist aðeins að lokum, og varð alveg sannfærð þegar önnur stelpa hafði samband við mig og sagði mér það sama.
Síðan í nóv. fór ég með vinkonu minni á Samfés í gamla skólanum, til þess að tala við hann. Var næstum allt kvöldið að tala í sjálfa mig kjark, en fór svo og spurði hann hvort hann gæti talað við mig. Hann sneri baki í mig og labbaði í burtu. Ég fór aftur til vinkonu minnar og sagði að þetta hefði ekki gengið, fór svo út og fékk mér göngutúr, til að fá frískt loft. Ég gekk niður í gamla skólann minn og var komin hálfa leið yfir skólalóðina þegar ég mundi eftir ánni sem rennur gegnum dalinn og skilur að eystri og vestri bakkann. Ég mundi að ég hafði oft farið þangað niður eftir áður fyrr, þrátt fyrir að það væri bannað, og hugsaði allt í einu að ef ég myndi ganga út í hana yrði ég dauð áður en einhver færi að undrast um mig. Ég lagði af stað niður að ánni til að drepa mig, þegar ég mundi allt í einu að vinkona mín biði eftir mér uppfrá. Ég sneri mér við og gekk til baka.

Það er 1 og 1/2 mánuður síðan þetta gerðist, en ég er ennþá ótrúlega þunglynd út af þessu. Hugsa ótrúlega mikið um hann og sakna hans óendanlega, þar sem við vorum ágætis vinir. Vinkona mín sagði mér á miðvikudaginn að hún hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með mig, af því að ég væri ennþá að hugsa um hann. Svo ég ákvað að reyna að bæta mig og reyndi og reyndi að hugsa ekki um hann í gær og fyrradag. Og vitiði hvað, því meira sem ég reyndi að hugsa ekki um hann, því meira hugsaði ég um hann!!

Er þetta óeðlilega langur tími til að jafna sig eftir svona eða er þetta eðlilegt?
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.