Ég var á föstu í doldinn tíma með strák sem er ári eldri en ég. Við erum í sama heimavistarskóla. Við vorum rosalega hamingjusöm saman. Það sögðu allir að við værum hið fullkomna par! Þetta er eini strákurinn sem ég hef actually elskað ! hann elskaði mig fyrir þá sem ég var. Mér þótti rosalega vænt um það. Hann var alltaf svo góður við mig, backaði mig upp ef ég þurfti á því að halda, stóð við bakið á mér ef ég átti erfiða tíma. Svo þegar við vorum búin að vera saman í rúma 3 mánuði þá segir hann mér upp. Ég fæ þá ástæðu frá honum að hann væri að hætta með mér af því að við hefðum byrjað of snemma saman og hann væri að verða þunglyndur á því að vera með mér:/ .. Svo mánuði eftir að hann sagði mér upp þá frétti ég frá herbergisfélaga hans að hann og fyrrverandi hefðu heyrt sögur af mér .. að ég hafi víst átt að hafa haldið framhjá honum í jólafríinu. Með fleiri en einum strák minnir mig að hann hafi sagt og þessvegna hafi hann efast um mig og hætt með mér. Ég hefði aldreii getað haldið framhjá honum. Ég sem sá ekki sólina fyrir honum. Ég bara trúi því ekki að hann hafi trúað þessum sögum. Ég hélt að hann treysti mér. Þetta voru bara einhverjar ógeðslegar sögur frá einhverjum sorglegum fávita sem langaði að eyðileggja samband okkar af afbrýðisemi eða eitthvað. Reyndar skil ég hvernig honum tókst að trúa því. Ég er með þetta ljóta orðspor á mér sem hefur komið vegna sannra og ósannra sagna af mér út um “allt land”. En hann gjörsamlega breytti mér. Ég er ekki sú sama og ég var! Ég var alltaf að reyna að safna kjarki til þess að fara til hans og segja honum sannleikann. Að ég elskaði hann ennþá og ætlaði að biðja um einn annan séns. En eitt kvöldið heyrði ég einhverja tala um það að hann hefði verið í bíó með einhverri stelpu kvöldið áður, slefið hafi ekki slitnað á milli þeirra, mér sárnaði svo mikið að ég grét í marga tíma. Ég lokaði mig inni í rúman mánuð útaf ástarsorg, ég fór í skólann, fór í mat .. annars var ég allar aðrar stundir inni í herbergi, lokaði mig frá öllum félagsskap og grét og grét ! :/ Þetta hefði ekki þurft að gerast nema af því að einhverjum tókst að telja honum trú um að ég hafi haldið framhjá honum :( mér finnst grátlegt af fólki að byrja svona ógeðslegar sögur :/ .. ég er ennþá í sárum eftir þetta. Þótt þetta breakup hafi verið milli jóla & nýárs '08 !

Langaði að deila þessu :/ ..