Jæja þannig er það nú að ég bara verð ekki hrifinn af stelpum að fyrrabragði og tek ekki eftir því þegar mér er sýndur áhugi.

Er búinn að vera í þremur samböndum og í öll skiptin þá hefur það verið af því að stelpan hefur sýnt mér það mikinn áhuga að ég tek eftir því og verð þá með tímanum hrifinn á móti ef ástæða er til.

En já ég er bara að spá svona hvort það sé eðlilegt að pæla ALDREI að fyrrabragði í því að bjóða stelpu á date, út að borða eða eitthvað svoleiðis. Verð bara ekki hrifinn af stelpum að fyrrabragði og er svo gjörsamlega ónæmur fyrir því þegar það er verið að reyna við mig. Var einusinni niður í bæ með félaga mínum og var að tala við einhverja stelpu sem ég hitti þar sem fór að tala við mig. Þegar ég var búinn að spjalla við hana og hún farinn þá sagði félagi minn “shit hvað hún var mikið að reyna við þig” og ég bara HA! ég tók ekkert eftir því einusinni.

Er á lausu núna og búinn að vera í 8 mánuði og mér langar alveg þvílíkt til þess að fara í samband og vera með einhverri æðislegri stelpu á svipuðum aldri (Er 22ja ára) en ég bara verð ekki hrifinn af fyrrabragði og það kemur ekki einusinni upp í hugann á mér hvernig lífið yrði ef með hinni og þessari stelpu.

Eins og ég leyfi mér bara ekki að verða hrifinn og pæli ekki í því, bíð alltaf eftir því að þær komi til mín.
Fullt af stelpum sem mér finnst alveg þvílíkt sætar og hot en ég pæli aldrei meira í því en bara að þær séu sætar.
Væri öruglega ekki á lausu ef ég myndi betur taka eftir því þegar er verið að reyna við mig, bara sé það ekki haha!

Og mig sem langar svo að finna draumadísina en ég bara sé ekki að ég sé að fara að finna hana að fyrrabragði.

Er það eðlilegt að verða almennt ekki hrifinn að fyrrabragði og taka ekki eftir því hvað það eru til mikið af yndislegum stelpum nema þegar þær byrja að reyna að kynnast mér að fyrrabragði.
Hef ALDREI tekið fyrsta skrefið í neinu. Get bara ekki elskað manneskju ef það er ekki gagnkvæmt og ég búinn að sjá það.
Cinemeccanica