Í ljósi nýlegra umbrota, umbóta og reglugerða um æskilegt málfar og hegðun hins lítilmennskuhaldna karlmanns sem koma eins og hlýir hafstraumar frá Fróðleiksmolaflóa eftir áratugi af karlrembu, minnimáttarkennd, kvenfyrirlitningu og almennri tilfinningalegu gúlagi hérna á huga þá ætla ég að grípa tækifærið og tilefnið og gerast eins politically correct og sætur mér eins ég mögulega get.

BRANDARAR UM AKSTURS- OG BAKKHÆFILEIKA KVENMANNA ERU EKKI FYNDNIR OG VERÐA EINUNGIS TIL ÞESS AÐ HALDA Á LÍFI KYNJABUNDNUM STEREÓTÝPUM OG KVENHATRI SEM HEFUR BEIN ÁHRIF Á ALMENNT KYNJAMISRÉTTI Í SAMFÉLAGINU

ÞAÐ ER ALLT Í LAGI AÐ GRÁTA YFIR TITANIC OG SEGJA SIGGA FÉLAGA ÞÍNUM AÐ ÞÚ ELSKIR HANN BARA SVONA SEM VIN EN SAMT ÓGEÐSLEGA MIKIÐ Á FÓTBOLTALEIK

KLÁM HELDUR STÖÐLUÐUM HUGMYNDUM UM KVENFYRIRLITNINGU OG VEKUR ÓRAUNHÆFAR VÆNTINGAR Í SJÚKUM HUGUM UNGRA KARLMANNA OG ÆTTI SAMKVÆMT ÞVÍ AÐ VERA BANNAÐ (sem það reyndar er á klakanum, what do you know)

BLEIKUR ER LÍKA STRÁKALITUR

KONUR EIGA EKKI AÐ ÞURFA AÐ RAKA SIG EF KARLMENN ÞURFA ÞESS EKKI

Koma svo strákar, jarmið með.

Bætt við 7. desember 2009 - 08:08
Hahahaha, djöfull eru menn lesblindir hérna