Ég veit að það er annar svona þráður einhversstaðar hérna nýlegur en þar er verið að spurja um jólagjafir handa strákum… ég er að pæla í hvað maður á að gefa stelpu í jólagjöf!
Allir koma með einhverjar gúddí hugmyndir! Hvað munduð þið vilja sjálf?
ókeeei… þú veist ekki hver ég er en ef að þú heitir virkilega Dagur, gæti það verið að þú sért busi í MH og ert nýbyrjaður með stelpu í MH sem byrjar á B?
Það fer t.d. alveg eftir tengingu þinni við stelpuna.
Ef þetta er kærastan þín (eða góð vinkona sem þú tímir að gefa dýrt) geturu gefið henni kannski uppáhalds sjónvarpsþættina hennar á DVD (eina eða fleiri seríur). Ég veit að í dag downloada allir en það er samt svo gaman að eiga þetta á DVD og ekki bara í tölvu eða á flakkara (veit ekki alveg af hverju mér finnst það samt 8) ). Ég yrði amk himinlifandi ef ég fengi seríu af mínum uppáhalds þáttum (þær sem ég á ekki fyrir) frá kærastanum í jólagjöf. Síðan geturu verið smá lúmskur og farið með henni í Kringluna eða eitthvað undir e-rju öðru yfirskyni en því að skoða jólagjafir handa henni en verið bara duglegur að taka eftir þegar hún segir “Ohh, ég væri til í svona kjól eða svona bol” eða vottever, stelpur, allavega ég og mínar vinkonur, erum duglegar að láta vita þegar okkur finnst e-ð flott, ekkert endilega af því við erum að biðja um það heldur bara .. ég veit ekki :D
Annað er t.d. eins og einhver sagði, fallegt skart eða einhverjir fylgihlutir, ég myndi ekki vilja þannig en ég er ein af fáum stelpum sem fíla alls ekki að ganga með fylgihluti.
ég þoli ekki að safna hlutum og er búin að selja alla diskana mína og myndir og myndi þessvegna ekkert vera ánægð með dvd-seríu.
þráðahöfundur: þetta fer allt eftir stelpunni. það er hægt að gefa stelpu HVAÐ SEM ER. það fer bara eftir því hvað hún fílar og hvernig týpa hún er. ég yrði ánægð með bók, en það get ég ekki sagt að aðrir verði.
ég var líka bara að segja þetta. aðallega því þú byrjaðir á að tala eins og DVD væri svo miklu merkilegri en aðrar gjafir, einmitt af því þér finnst það.
Það er svo létt að gefa stelpum jólagjöf! Föt, skór, skartgripir, veski, snyrtidót, gjafabréf frá snyrtistofu eða nuddstofu, ilmvatn/body lotion og þess háttar og fleira. En annars væri ég alveg til í skartgripi, helst fallegt hálsmen eða fallegan hring, á aldrei nóg af fötum og langar ótrúlega mikið í nýja Christina Aquilera ilmvatnið og Love Spell body lotion. Og gjafabréf frá nuddstofu
Bætt við 3. desember 2009 - 01:18 Ú gleymdi langar líka í undirföt og einhverja skemmtilega seríu á dvd.
Í þessu árferði vill fólk meira eitthvað sem það getur notið, s.s. mat og slíkt. Frekar heldur en eitthvað glingur og hilluskraut sem rykfellur. Legg til að þú gefir honum ársbyrgðir af núðlupökkum og baunadósum.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..