Ég er með rosa pælingu svo ég skelli þessu í stutta og langa útgáfu svo þeir sem nenna ekki að lesa löngu útgáfuna geti allavega verið nokkuð inní hlutunum.

STUTTA ÚTGÁFAN
Ég sem sagt kynntist stelpu fyrir tæpu ári og er búinn að vera í næstum því stöðugu sambandi við hana síðan. Hittast þó nokkru sinnum, tölum mikið saman á msn og í smsum. Búum í sitthvorum endanum á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að áhuginn hjá okkur báðum sé enn til staðar hefur ekkert gerst í þessum málum, og þá meina ég EKKERT! Ég samt sem áður held áfram að tala við hana og furða mig á því af hverju ég er ennþá að því, því ef þetta væri einhver önnur stelpa væri ég löngu hættur að tala við hana.


LANGA ÚTGÁFAN
Ég er búinn að vera í algerri vitleysu núna í nærri ár. Málið er það að ég kynnist stelpu fyrir tæpu ári. Mjög heit stelpa og við förum að tala saman. Ég neita því ekki að það myndaðist smá hrifning sem er ennþá.

Við þekkjumst ekki í gegnum neitt, vinahópar okkar gætu ekki verið meira aðskildari þannig að það er ekki séns að við rekumst á hvort annað nema það sé planað. Svo búum við líka í sitthvorum enda höfuðborgarsvæðisins, þannig að það er ekki eins og við skreppum rétt í sígó, þegar við hittumst. Samt sem áður á ég bíl svo það er ekki vesenið.
Þetta hvolfar allri minni heimsmynd hvað daður og hösl varðar.


En eins og ég sagði, þá erum við búin að vera að tala saman í núna tæpt ár. Ég segi nú kannski ekki non-stop en með reglulegu millibili. Við erum búin að hittast nokkru sinnum, tala mjög mikið saman á msn, sendum sms til hvors annars nánast daglega, en erum samt ennþá föst á reiti eitt.

EKKERT HEFUR GERST! Og það er ekki út af áhugaleysi því við sýnum bæði áhuga. Ég er heldur ekki fastur í friend-zone. Bæði ég og vinir mínir furða sig á af hverju ég er ennþá að tala við þessa stelpu.
Það er bara eins og að á hverjum degi resettast allt sem áður var komið og við byrjum að kynnast aftur upp á nýtt.

Þetta er að hluta til komið til vegna þess að við erum bæði nokkuð lokaðar mannskjur persónulega. Við höldum tilfinningum fyrir okkur og erum ekkert að gefa öðrum kost á því að komast að þeim í fljótu bragði.


Þetta er ekki eina stelpan sem ég er búinn að vera að tala við þetta árið. En hinar hafa komið og farið. Ég væri löngu hættur að tala við þessa stelpu ef þetta væri einhver önnur stelpa. Það er bara eitthvað við þessa stelpu sem ég get ekki hætt að pæla í. Þetta er eins og að vera búinn að reyna að pikka upp lás í billjón klukkutíma þegar það loksins tekst. Tilfinningin sem fæst þegar maður nær takmarkinu eftir mikla bið er ólýsanleg, og það vita flestir hér inni hvað ég á við.

Ég er eiginlega búinn að vera að tala við þessa stelpu það lengi að ég neita að hætta. Ekki það að hún vilji mig ekki og ég sé það þver að ég skilji það ekki, heldur er gagnkvæm virkni í þessu “sambandi” þó svo að ég sé virkari hlekkurinn.

Af hverju er ekkert búið að gerast?
Vegna þess að aðstæður hafa ekki leyft það, bókstaflega. Í fyrsta sinn sem við hittumst var það frekar snöggt. Ekki nema rúmur klukkutími eða svo. Önnur skipti á eftir hafa annaðhvort innihaldið vinkonur sem gera kynnin erfiðari, en samt sem áður ánægjuleg.

Ég held líka að ástæðan sé sú að ég sé ekki búinn að vera full throttle á þessu fram til nú. Ég hef leyft þessu að dala svolítið og ekkert að vera mikið að sækjast eftir neinu þannig séð. Ég hef hinsvegar tekið þá ákvörðun að segja bara “Fuck it” og nota öll trikk í bókinni til að ná allavega á næsta reit.


Svo ég dumpa núna þessari pælingu til ykkar, er eitt ár allt of langur tími áður en nokkuð gerist og af hverju er ég ekki löngu hættur að tala við þessa stelpu?