ókei, verð bara aðeins að losa, um hugsanir sem ég virðist engum geta sagt….


sko, fyrrverandi besti vinur minn, er í dag algjör óvinur minn og gerir allt til að gera mér lífið leitt og notar gömul leyndarmál sem ég deildi með honum til að ná sér niðri á mér. samt veit ég ekki hvað ég á að hafa gert af mér. Það eina sem mig langar er að við verðum aftur kunningjar, ja eða allavega ekki óvinir. Mér finnst þetta svo sárt.

Svo er ég búin að vera í sambandi núna í hálft ár, og hálfi ári áður en það byrjaði lauk fyrsta sambandinu mínu, sem þá entist í eitt og hálft ár. Ég stend mig stöðugt að því að gera samanburðum á þessum tveimur. sá fyrri, köllum hann 8 var yndislegur í alla staði, nema stundum frekar fjarlægur en alltaf góður. Og ég meina við áttum okkar Up's and down's en það gerist hjá öllum. og allir sáu bjarta framtíð fyrir okkur og ég stóð mig að því að hugsa bara vá, this is it.. Hann gaf mér reglulega rósir þegar hann gat og var svona krúttlegur á þann máta. en svo endaði hann allt í gegnum msn og ég fékk aldrei ástæðu, og enn þann dag í dag hef ég ekki fengið almennilegt closure á það mál og ég skil ekki ennþá í dag, hvað ég gerði. Og hann blokkeraði alveg á mig og ég hef ekkert talað við hann í að verða ár. Og mér finnst það skelfilegt því ég vil vita þú veist, hvað er að frétta og hvernig honum gengur,. er ekki hrifin af honum í dag, en hann var mér allt í eitt og hálft ár… ég vil vita hvernig gengur og ég vil geta talað við hann, og ég vil geta hitt hann á almennum mannamótum og vita að það sé í lagi að segja hæ…

Núverandi kærastinn minn, köllum hann 3 er frábær. hann passar við mig á alla vegu og við funkerum svo vel saman. En hann hinsvegar á aldrei pening, ég borga allt fyrir hann. Hann hefur bara metnað í drauminn sinn, ekkert annað sem þarf að gerast svo draumurinn rætist ( td. ef hann vill vera teiknari, þá einbetir hann sér BARA að því að teikna… en lærir ekkert annað nema það heiti teikingdlksfjlkdsjf..) sem veldur því að öll efnishyggja sem fer í þetta samband svo sem bensín, almennur matarkostnaður, allar bíóferðir og allt þetta er úr mínu veski. og hann segist ekki hafa tíma í að fá sér vinnu og/eða vera í vinnu.
Hann gefur mér helling tilfinningalega séð, en hann lætur mér líða betur en allir í heiminum, en samt finnst mér ég vera að tapa svo á því að vera með honum útaf ég vil búa með honum, en það er ekki hægt því það þarf tvo til að borga leigu og byrja að skapa heimili.
reyndar hefur fyrrverandi kærastan hans átt heima hjá honum, en ég get það ábyggilega aldrei eða allavega hefur hann aldrei minnst á það eða boðið mér það..


oooooh. varð að deila með einhverjum.
og það