Um dýrð var mig farið að dreyma
Hvar dvelst þér…á leiðinni…heima?
 
Hvert andartak verður að ári.
Hver einasta hugsun að sari
Hver tilfinning að tári.
 
Nú hefur stefnumótsstundin
Stolist í eilífðarblundinn-
Þú mátt hugstríð mitt hundraðfalda
Og helvítiskvölum valda
Hjartanu um aldir alda.
 
Þín vegna er ljúft að líða,
Elska -– og bana bíða.
- Davíð Stefánsson.