Jæja, nú er ég bókstaflega ráðalaus..
Ég á kærasta. Sem ég bókstaflega .. dýrka, og dái – mér þykir svo afskaplega vænt um hann.

Við erum búin að vera saman í 3 mánuði, rúmlega – án þess að telja þennan eins mánaðar „dúll“ með.

Og þetta er búið að vera svona .. ups&downs, svona einsog í flestum samböndum. Ég skít hrædd alltaf um að hann hafi misst áhugann, og hann líka – og þegar hann er í vondu skapi þá bitnar það oftast á mér. Við rifumst, en við sættumst alltaf líka – þetta var ekkert svona „vandamál“ eitthvað..

En einhverntíman fórum við á ball, og ég var að tala við félaga minn – ekkert meira en það, bara að tala. En ég bý auðvitað á svo litlum stað að það þóttist einhver að hafa séð eitthvað, og út kom kjaftasaga að við hefðum kysstst. Sem gerðist ekki! En þegar kærastinn minn frétti það, þá varð hann (auðvitað) mjög fúll, og vildi ekki trúa mér að það hafi ekkert skeð. Ég eltist, og eltist við hann .. og hann tók sér tvo daga án þess að tala eitthvað við mig. En svo þremur dögum seinna var hann búinn að fyrirgefa þetta, og trúði því alveg að þetta væri bara kjaftæði.

Hann var samt alltaf að heyra þetta svona annað slagi
ð, og það fór svolítið í hann. Sem ég skil alveg, ekki myndi ég vilja heyra sögur af honum niðrí bæ kyssandi einhverja gellu. En ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta myndi líða hjá, bráðum verður þetta bara að gömlum fréttum sem enginn pælir í lengur. Plús að flestir eru hættir að halda að það hafi eitthvað skeð, svona útaf því að önnur vinkona mín var með okkur, og gat alveg vottað um það.

Svo líða tvær vikur .. og okkur samdi ótrúlega vel, og allt gekk bara ótrúlega vel. Svo fór ég út á djammið eitt kvöldið og um nóttina eyðilaggðist eitthvað af dótinu hjá honum útaf ótrúlega vondu veðri – svo hann var væntanlega ekki í góðu skapi. Daginn eftir var hann bara kuldalegur við mig, einsog það væri eitthvað mér að kenna. Á laugardeginum fórum við semsagt að detta í það, ég frekar pirruð og ekki beint til .. og hann bara með sínum vinum. Fórum í eitthvað afmæli, og allt í lagi með það – hitti hann þar, þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa verið svona kuldalegur og sagðist hafa saknað mín og vildi aldrei missa mig. Vorum bókstaflega límd saman allan tímann ..

Svo þegar allt er að verða búið, þá tekur hann þennan strák (sem ég á að hafa kysst) af tali, og fer að spyrja hann útí þetta. Tek það fram að hann var ótrúúúúúlega vel í því. Svo kemur hann bara ótrúlega reiður til baka, fer næstum því að slást við annan strák og ég og vinur hans reynum að róa hann niður. Þá kýlir hann vin sinn, og ýtir mér í burtu og segjir „Afhverju sagði hann að þetta hafi skeð?“ og strunsaði burtu í reiðiskasti.

Hann hefur varla talað við mig síðan, ég er búin að reyna á msn að tala við hann – en þá svarar hann bara með því að segja hvað þetta sé orðið leiðinlegt (að heyra þetta semsagt), og hvað ég eigi bara að láta hann í friði – hann hefur þó ekki sagt mér ennþá upp. Ég er búin að reyna að hringja, ég er búin að senda sms.. en hann svarar yfirleitt ekki. Ef hann svarar yfir höfuð, þá er það yfirleitt bara einsog honum sé sama.. eins og „Ég sakna þín …“ og þá sendir hann bara „k“ til baka.

Ég er búin að tala við strákinn afhverju hann sagði þetta við hann, og hann sagði bara að hann hafi ekki skilið hvað kærastinn minn hafi verið að tala um. En ég hef líka heyrt sögur af honum þar sem hann getur verið alger hálviti og logið einhverju svona bara útaf því honum finnst þetta fyndið.

Mér þykir svo ótrúlega vænt um kærastann minn, elska hann alveg útaf lífinu – og mig langar alls ekki að missa hann útá bara einhverjum ömurlegum lygasögum. En hann vill ekki hlusta á mig, hann hefur varla talað við mig í fjóra daga og þetta er að fara með mig. Og mér finnst bara einsog þetta skipti hann ekki neinu máli .. líður bara pínu einsog að hann sé að reyna að pína mig. Sem ég veit að hann myndi aldrei gera, því þetta er mesta yndi sem ég veit um.

Ég veit að þetta lítur út einsog rosalega kjánalegt vandamál, en þetta er mjög svo raunverulegt.

Og ég veit nákvæmlega eeeekkert .. hvað ég á að gera í því. Ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug, en núna er ég bara svo hrædd um að segja, eða gera eitthvað sem pirrar hann til að hætta með mér. Eða að það líði alltof langur tími og hann missi bara áhugann, ef hann er ekki búinn af því þá þegar ..

Þetta er bara orðið svo niðurlægjandi fyrir mig eitthvað .. Mér líður bara alltaf einsog að ég sé að niðurlægja sjálfa mig þegar ég reyni að tala við hann, og það sé einsog það skipti hann engu máli ..

Einhverjar hugmyndir? Annars var bara fínt líka að fá smá útrás ..
Ai, no mames!