Ég sem sagt setti inn þráð á /kynlíf fyrir einhverjum mánuðum til að spyrja fólk hvar það hefði fundið sína “friends with benefits” og núna er sum sé málið þannig að ég hélt að ég væri búin að finna minn “vin” ..

Gaurinn var í svipuðum aðstæðum eins og ég, nýhættur í löngu sambandi eftir að hinn aðilinn hélt framhjá honum (eins og gerðist hjá mér) og alls ekkert tilbúinn í neitt meira. Því átti þetta að henta okkur voðalega vel. Hittumst oft eftir djamm og gistum saman og stundum svona virka dags booty call heimsóknir!

Ég lét hann vita frá byrjun að ég vildi ekki samband og sama hversu vel mér myndi líka við hann, þá væri ég bara í svo miklu rusli eftir fyrrverandi, að ég væri bara cold on the inside. Ég er engann veginn tilbúin til að treysta strák aftur, eða eiginlega bara annarri manneskju eftir þessi svik. Ég er ekki tilbúin að hleypa neinum inn í hjartað mitt og fá að vita hvernig mér líður í raun og veru.

Fyrstu tvo mánuðina gekk þetta bara mjög vel, töluðum saman á msn, facebook og svo auðvitað þegar við hittumst í bænum. En svo fór þetta að vera vesen, hann fór að sýna mér full mikinn áhuga, bjóða mér á tónleika, bjóða mér út að borða og svo margt fleira. Vanalega yrði ég alveg upp með mér við svona athygli, þar sem þessi gaur er til að byrja með ekkert smá fallegur, og er með líkamann í frábæru standi og er bara algjörlega frábær. En ég bara er ekki tilbúin til að leyfa mér að verða hrifin af einum né neinum.

Ég ákvað að ræða þetta við hann, að ég væri ennþá þannig að ég vildi ekkert meira heldur en bara að vera friends with benefits. Og hann sagði þá að það væri líklegast rétt hjá mér og að þetta væri kannski best þannig hjá okkur. En svo fyrir rúmum mánuði síðan þá hittumst við á djamminu og vorum að fara heim saman, þá fór hann á trúnó.

Hann fór að tala um það hversu mikið hann væri hrifinn af mér og að hann vildi eiginlega bara að ég væri heima hjá honum alltaf. Hann vildi að við myndum fara eitthvað saman og eiga rómantíska helgi saman og bara gera eitthvað just me and him.

Sem sagt, þá er ég núna komin í smá vandræði. Mig langar ekkert að hætta að hitta þennan gaur, en mér finnst einhvern veginn ég samt ekki geta haldið áfram að hitta hann, þegar ég veit að ég er ekkert tilbúin í samband strax en hann vill það. Ef ég held áfram að hitta hann, er ég þá ekki tæknilega séð að gefa honum falsar vonir og svona “draga hann á asnaeyrunum” ?
En samt er ég alltaf búin að segja við hann að ég vilji ekkert meira og það hefur ekkert breyst. Ég er bara engann veginn tilbúin í það, vil bara eiga svona “öruggan” stað sem ég get fengið að ríða þegar ég þarf á því að halda. Þar sem one night stands út í bæ er ekki að heilla mig mikið!

Þannig að ég var að spá, sama hversu mikið ég vil það ekki, er þá ekki rétt af mér að hætta að hitta hann, fyrst við erum ekki að hittast með sama hugafarinu?
Joey: Oh! Sorry… did I get you?