Okei… ég veit ekki hvort ég ætti að vera posta þessu hér…
En mig vanntar eiginlega hjálp við að sjá allar hliðar á þessu.

Oft eru hlutlaus álit þau bestu.

Okei, here it goes:

Ég og minn fyrrverandi hættum saman núna í sumar, en á undan því vorum við saman í 6 mánuði (þá slitnaði upp úr sambandinu) og á undan því í 2 ár sirka.
Hann sleit sambandinu í fyrra skiptið og ég í því síðara.
Málið er það að við elskuðum hvort annað og gerum enn, þó mínar tilfinningar séu ekki jafn sterkar og hans, þá ber ég ennþá tilfinningar til hans og mér þykir ógeðslega gott að hafa hann í kringum mig.

Málið er það að þegar við hættum saman þá ákvöddum við að við skyldum bara vera vinir, því meira væri bara erfitt.
En undanfarið hefur hann verið að koma til mín og segjast vita hvað hann gerði rangt í sambandinu og sé búinn að bæta sig og að hann vilji mig aftur, að hann vilji vera með mér og að hann vilji að ég sé hans.

Úff! Ég er ekki viss hvað skal segja, satt að segja, þarsem þetta fór svo illa eftir að við vorum saman í seinna skiptið, og er ég skíthrædd um það að ef við reynum aftur, þá mun ég bara lenda í sama vítahringnum.

En ég sé alveg að hann hefur bætt sig í sínu og ég veit alveg að ég hef bætt mitt.

En mér finnst eins og ég sé nú þegar búin að gefa honum sinn annann sjéns…
Á maður að gefa honum þann þriðja?

Æ..þetta er hálfgerð klípa hjá mér :(


En allar skoðanir og spurningar eru vel mótteknar…
Ætla þó ekki einu sinni að hafa fyrir þvi að svara ,,skíta" kommentum.
~ Systematic, Sympathetic