Ég verð að viðurkenna að ég á alveg til að vera paranoid kærastinn, það gerist bara ósjálfrátt, og það sökkar.

Ég fór með stelpunni á tónleika. Þar inni hitti hún gaur sem hún var búin að vinna eitthvað með áður, þau heilsuðust og síðan fór hann eitthvað. Hann fór ekki langt, stóð í augnsýn frekar lengi. Ég var farinn að taka eftir því hvað hann var alltaf að horfa á kærustuna mína. Mér var svosem sama, ekkert sem bannar honum það. En síðan tók ég eftir að hún var alltaf að horfa tl baka til hans, alveg ótrúlega mikið. Við erum að tala um svona einusinni á svona 20sec fresti. Ég ákvað bara að spurja hana útí þetta því að þetta böggaði mig geðveikt mikið. Hún sagðist bara vera að horfa í kringum sig.

Ég á mjög erfitt með að trúa því, ég sá hana greinilega eye-ball'a gaurinn margoft. Ég nennti ekki að vera með eitthvað meira vesen útaf þessu svo ég bara sagðist trúa henni. En ég get bara ekki hætt að huksa um þetta.

Er ég bara super paranoid eða er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

Peace out.