Skooooo…

ég hitti strák online og við töluðum mikið saman. Við eigum alveg heilan helling sameiginlegt og erum bæði jafn kreisí. Hann vildi endilega hitta mig eftir svona mánaðarspjall og ég neitað alltaf pent og snéri þessu upp í leik, að hann fengi tvær vikur til þess að ná mér.
Svo eru þær liðnar og ég hitti hann. Ég joinaði honum og félaga hans að taka myndir eina nóttina og þegar ég var farin heim þá sendir hann mér sms um að hann sakni mín strax og segir að ég sé frábær og ég veit ekki hvað og hvað… ég auðvitað bráðna.
Svo hitti ég hann aftur og við kúrum heima hjá honum og sofnum. Daginn eftir verð ég að mæta í skólann svo að ég fer og hitti hann aðra nótt og við “sofum” saman í þetta skiptið.
Svo líður helgin og ég fer út á land. Ég sendi honum sms á hverjum degi og spjalla við hann einn daginn líka og spyr hvort það sé ekki í lagi að ég kíkki til hans á sunnudeginum, og hann sagði að það væri í lagi. Þegar ég er að koma þá átti ég ekki inneign til þess að hringja í hann svo að ég birtist bara í dyragættinni heima hjá honum. Síðan þá eru 4 dagar liðnir og ég hef alltaf verið að senda honum sms og gisti hjá honum á hverri nóttu (af því að við gerum eitthvað flipp til klukkan 4-5 á nóttunni, hjólum, fíflumst….), og hann hefur alltaf verið tilbúin til þess að hitta mig. En allt í einu hefur hann aldrei frumkvæðið til þess að kyssa mig eða neitt svoleiðis, sendir mér ekki sms nema ég geri það.
Í hitt í fyrra dag tók hann utan um mig og allt virtist í lagi og líka í gær. En það er eins og hann umbreytist á hverri nóttu því hann er alltaf svo kaldur þegar ég fer daginn eftir… tekur ekki utan um mig eða neitt svo ég er bara what the hell…

Svo ég bara spyr, hvað er í gangi!?
…ég hef grun um að hann telji það hafa verið mistök að hafa sofið saman svona snemma… og ég held ég hafi verið aðeins of uppáþrengjandi og sé bara búin að hræða hann í burtu.
En mér finnst það svo skrítið af því að hann var svo ólmur í að hitta mig og hann sagði mér ýmis leyndarmál um sjálfan sig!…myndi hann gera það ef hann treystir mér ekki…

en það er náttúrulega ekki hægt að segja allt í svona litlum korki, en þetta er svona nokkurnveginn það sem er að hrjá mig :O/
Vatn er gott