Ég er nú í mikilli tilfinninga kreppu hér. :/

Svo er mál með vexti að ég hef verið með sömu stelpuni í einhvern tíma, ekki svo langan, og hef verið mjög hamingju samur með henni þar til nú.
Ég var að byrja í nýrri vinnu fyrir nokkrum vikum og þar er ég búinn að kynnast nokkrum og nú þessa helgi, stelpu.
Hún er svo frábær, ég bara hugsa um hana dag sem nótt.
Ég get ekki hætt að hugsa um hana. Vorum bara að spjalla saklaust og hafa gaman og ég held að þetta var í fyrsta skipti sem ég hef upplifað og orðið vitni af “Ást við fyrstu sín”.
Ég hélt það væri ekki hægt, en þessi stelpa lætur hjarta mitt ljóma af hamingju!

Stelpan sem ég er með núna er alveg frábær og gerir ekki flugu mein og gerir allt fyrir mann og kynlífið er ekkert til að kvarta yfir svosem, en samt finnst mér vanta eitthvað. Þetta samband er ekki alveg eins og það ætti að vera og held að það sé bara straumurinn frá mér sem vantar.
Hún elskar mig heitar og meira en ALLT, en ég virðist ekki getað svarað því til baka.. :/

Svo, hvað segið þið kæru hugarar?

Er lausnin ekki frekar augljós eða á ég að velta þessu eitthvað frekar fyrir mér og kynnast hinni betur áður en ég slít þráðin við núverandi?

Takk fyrir.