Var e-ð að hugsa og mér leiðist svo hví ekki að fá að heyra vandræðalegar og krúttlegar stefnumótasögur.

Mitt versta: Fór á deit með einum eftir að hafa talað við hann í svolítinn tíma, vissi að hann var eitthvað stærri en ég, en mér hafði ekki dottið það í hug að mér liði eins og þumallínu við hliðina á honum, hann var semsagt örugglega 4 höfðum hærri en ég. Við rúntuðum í einhvern tíma í ógurlegri þögn sem yfirgnæfði allt, trúlega það pínlegasta sem ég hef lent í.

Besta: það var með núverandi, keyrðum um alveg heillengi, mér fannst hann svo sjúkt fyndinn, hló eins og vitleysingur allan tímann, svo segi ég allt í einu á milli hláturkviða “vá þú ert svo fyndinn að ég meiði mig á 5 stöðum” hann svarar þá “ok takmarkið er að þú meiðir þig á 6” en mér heyrðist hann segja “ok ég ætla að taka þig heim og meiða þig á 6”, þá hætti ég að hlæja, en hann leiðréttir misskilninginn fljótt og þá hlæ ég ennþá meira, svo förum við í Nauthólsvík í niðamyrkri og horfum á stjörnurnar, en hvorugt nógu hugrakkt til þess að meika múf, samt svo fullkomið e-ð:P

Eníveis, komið með ykkar sögur:)