Sæl,

ég er 20 ára, og fyrir 1 ári síðan hitti ég þessa frábæru sænsku stelpu sem er 30 ára :)

við hittumst í gegnum tölvuleik sem við spilum bæði mjög mikið, við byrjuðum á því að tala saman meira og meira og eftir 1 - 2 mánuði vorum við farin að tala saman marga klukkutíma á dag um allt milli himins og jarðar

eftir nokkra mánuði vorum við farin að hafa tilfinningar til hvors annars og sýndum þær á ýmsa vegu, en vildum aldrei fara með þetta neitt þar sem við höfðum aldrei hist..

svo kom loksins að því að við hittumst, ég fór með flugvél til Svíþjóðar eftir 9 mánuði og var þar í 5 daga þar sem ég gisti heima hjá henni og eiddi hverri mínótu þar með henni.

þetta var mjöööög undarleg reynsla en algerlega worth it, þarna var manneskja sem ég þekkti svo rosalega vel og gat talað um allt við, en ég hafði aldrei hitt hana áður.

við erum bæði mjög feimin og algerar hænur, en við höfðum þetta samt af og vorum farin að kyssast og kúra og allt það eftir 2 daga:) en það var mjög skrítið að þekkja hana svona vel og hennar persónuleika svona vel í gegnum netið en ekki neitt í “hinum raunverulega heimi”

Allavega svo kom ég heim alveg ástfanginn uppfyrir haus og geðveikt glaður og ánægður með þetta allt og hún líka, við vorum loksins “officially” saman og svona, við höfum síðan haldið áfram að eiða mörgum klukkutímum á dag saman að spjalla og gera hluti saman, það eru núna 3 mánuðir síðan við hittumst.

En þessir 3 mánuðir hafa verið mjög erfiðir, við höfum rifist meira um hluti sem skipta engu máli og erum bæði meira “needy” á hluti frá hvort öðru, og mér fynnst svona eins og ég sé að verða meira og meira svona “Disconnected” frá þessu öllu saman með hverjum deginum, ég elska hana ennþá og mér fynnst hún vera alveg frábær og ég elska að eiða tíma með henni, en þessi tími sem við þurfum að vera “ekki saman” er alveg fáránlega erfiður.

hún ætlar að koma að hitta mig núna næst í endaðan september og svo býst ég við því að fara til Svíþjóðar í desember svo, en það þíðir að það eru 4 mánuðir á milli fyrstu 2 heimsókna og svo 3 í þá 3ju.

hvorugt okkar veður í peningum, eiginlega alveg öfugt og ég sé fyrir mér að ég sé fastur á Íslandi í allavega 2 ár í viðbót, og hún kemst ekki frá Svíþjóð.

Þannig, fyrirgefiði þennan textavegg en ég er að hugsa hvort að þetta sé allt þess virði og hvort að þetta sé eitthvað sem á raunverulega eftir að endast.

þessi 3 - 4 mánaða bið fyrir viku saman er svo mikið pain og ég sakna hennar alveg gífurlega.

En svo erum við samt að eiða alveg mörgum klukkutímum á dag að tala saman og gera hluti saman á hverjum degi og við höfum verið að gera það í eitt ár núna og höfum bæði mjög gaman af hvort öðru og getum hlegið og haft gaman saman svo þetta er ekki bara eitthvað svona hit and run dæmi..

Svo hvað segi þið ? öll ráð eru vel þegin :)

byðst afsökunar á öllum stafsettningar og málfræðivillum fyrirframm, ég lagði ekki nógu vel á mig í skóla og þarf að borga fyrir það núna:)
Dance with us gir… dance with us.. into oblivion