Hæhæ :)
Ég á smá vandamál. Ég og kæró erum búin að vera saman síðan um áramótin. Hann er hreint út sagt mesta yndi sem til er… Hefur aldrei gert mér neitt, alltaf verið indæll við mig, við höfum meira að segja eiginlega aldrei rifist. Ég veit, 8 mánuðir og eiginlega aldrei hitnað í kolunum..
Svo var ég í útlöndum núna í tvo mánuði, og fyrst saknaði ég hans svo mikið að ég var að deyja en svo einhvernveginn vandist maður og svo þegar ég kom heim þá er svona eins og það sé eiginlega enginn neisti á milli okkar lengur. Alltaf ég sem kyssi hann og knúsa, en mjög sjaldan tekur hann neitt frumkvæði þannig..
Hann hefur ekkert rosalega mikla reynslu í samböndum þannig að ég veit ekki hvort hann taki eftir því að það sé farið að kólna einhvernveginn, en ég allavega tek eftir því. Við erum samt ennþá alveg jafn góðir vinir og við vorum frá degi 1, getum ennþá talað og hlegið saman að öllu.. sem lætur mig svolítið finnast að ég sé ennþá skotin í honum en svo horfi ég á td vini mína sem eru búin að vera saman jafn lengi eða miklu lengur og þaug eru ennþá alveg jafn mússímússí og þau hafa verið frá byrjun.. ég veit að maður á ekki að bera sig saman við aðra en þetta er einhvernveginn orðið þannig hjá mér að ég nenni ekki að stunda kynlíf lengur og það virðist ekki sem hann nenni neinu heldur af fyrra bragði….

En svo kemur alltaf á móti hvað hann er yndislega indæll og æðislegur gaur og æji ég veit það ekki….. blöh… og þessvegna skrifaði ég þennan kork? Hjálp? Einhver? ..

Fyrirfram Takk!
-Kakkoii