Var með gaur í eitt og hálft ár, ég sleit þessu fyrir meira en ári síðan, út af við áttum ekkert saman og hann var að gera drama útaf öllu og leyfði mér ekki neitt og var að kæfa mig í sjónum og svo framv. Allavegana. Er að koma því fram að ég vil ekki drenginn aftur og er ekki afbrýðissöm. Var bara góð first love en þroskuðumst í mismunandi átt, ef þið vitið hvað ég meina. Fínn strákur samt þannig…

En ég er búin að vera burtu í eitt ár og var að koma á landið fyrir nokkru. Svo hélt ég komupartý, og bauð honum auðvitað, þar sem við erum alveg ennþá ágætir félagar og eigum 1000 sameiginlega vini og svoleiðis. SVO er hann bara að kela við aðra gellu í PARTÝINU MÍNU, og heldur að ég hafi ekki tekið eftir neinu.

Þetta er fínasta stelpa, æðisleg og þau tvö myndu passa mjög vel saman, eiga allt sameiginlegt og sjónarmið og svo framv, (mér sýnist að eitthvað verði úr þessu, miðað við það sem ég hef heyrt af þeim tveimur saman) og ég er mjög glöð fyrir þeirra hönd, og ég vona að þeim eigi eftir að líða vel saman… en það eina sem truflar mig er að þetta var í partýinu MÍNU.

Hefði það verið bara eitthvað annað partý sem við værum í, væri mér alveg sama. En af því þetta partý var skipulagt af mér, vegna minnar heimkomu, finnst mér þetta truflandi, því við eigum svo langa (miðað við aldur, erum 19 og 21) sögu saman.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég í rauninni skipti mér af hans buisness síðan við hættum saman. Hann hefur verið með öðrum stelpum í millitíðinni og mér var bara alveg sama, engin afbrýðissemi eða sárindi eða neitt. Það var alltaf hann sem var með dramað…

Kela við aðra í partýi hjá fyrrverandi..?

Nú vil ég fá álit. Yrðuð þið pirruð? Er þetta virðingarleysi í honum/þeim eða eigingirni í mér?
-Pláneta.