Ég og kærastinn minn vorum að hætta saman bara núna í gær.
Og allt í góðu og á yfirvegaðan hátt. Við erum einfaldlega ekki að fúnkera sem par. Og ákvöddum að við skyldum bara vera góðir vinir.
En við erum samt rosalega smeyk um að við verðum svo seinnameir ekkert vinir, hættum að tala saman og hittast sjálf. Að allt í kringum okkur verði bara útaf dóttur okkar, að hún verði það eina sem heldur okkur i sambandi.

En þrátt fyrir break-up/ið og að þetta sé allt í góðu á milli okkar, að þá finnst mér samt ömurlegt að við getum ekki verið saman.
Við höfum sterkar tilfiningar til hvors annars, og ég er enþá ástfangin af honum. Og þetta er svo sárt eitthvað.
En ég veit að þetta myndi bara enda með ósköpum ef við værum að pína okkur að vera saman.
Við pössum ekkert saman, algerlega ólík áhugamál, algerlega ólíkar skoðanir, bara name it!

En samt virkum við vel þegar maður er bara að chilla eða eitthvað svona sem vinir gera.

Skrítið hvað ég tek þessu illa inn á mig að við séum hætt saman, þó ekkert sé breytt á milli okkar (enþá.. og vonandi aldrei..)
eina sem er breytt að við erum ekki par.

En samt myndi ég ekki vilja vera með honum áfram.. vegna þess ef eg hugsa rökrétt þá veit eg að það myndi bara skemma okkur andlega og fara illa í barnið líka..

AAH elska hann bara of mikið :) en þetta hlítur að lagast með tímanum ;)