Okei, ég var í útilegu um helgina með vinum mínum.
Það voru tvö pör þarna og svo þrír strákar.
Ég er á föstu og tel mig eiga mjög gott samband.
Þegar ég sagði að kærastinn minn væri að vinna og myndi ekki koma í þessa útilegu var það fyrsta sem ein stelpan sagði: ‘Og leyfir hann þér bara að vera í útilegu með svona mikið af strákum?!’
Auðvitað sagði ég bara já, ég btw gisti í tjaldi með tveim strákum, vinum mínum.
Mér finnst ekkert eðlilegt við það að kærastinn minn ætti að banna mér að fara í útilegu að skemmta mér með vinum mínum.
Annað parið sagðist myndu hætta með hvor öðru ef að annað þeirra myndi gera það, og ég er búin að vera miklu lengur í sambandi en þau.

Ég myndi treysta kærastanum mínum til að gista í tjaldi með tveim vinkonum hans afþví að ég veit að hann elskar mig.
Hann treystir mér til að sofa í tjaldi með tveim vinum mínum afþví að hann veit ég elska hann meira en allt.
Mér finnst ekkert eðlilegt við að banna maka mínum að gera eitthvað.
Auðvitað vildi ég heldur að ég væri með honum en það er ekki alltaf hægt, svo ég treysti honum.
Svo var þetta par að tala um hvað sambandið mitt væri slæmt því að hann leyfði mér þetta.
Finnst það fáranlegt.

Hvað mynduð þið gera í þessum sporum?