Sæl veriði.

Kærasta mín er æðisleg og ég elska hana.

En..

Hún getur verið svolítið uppáþrengjandi og hún veit það.. eftir það að ég reyndi að segja henni það eins ljúflega og ég gat. Núna er þetta svolítið í klessu, hún hefur svakalegar áhyggjur yfir því að hún sé uppáþrengjandi og þá líður henni illa, svo heldur hún að ég taki eftir því að henni líði alltaf illa og þá heldur hún að sé hún bara að ýta mér í burtu, við þá hugsun líður henni ennþá verr og heldur þá að ég fái bara leið á henni.. Hún er staðráðin í því að þetta verði svona, og hún er búin að vera svolítið þunglynd útaf þessu.. og fleiru í lífi hennar.

Ég er að gera mitt besta til að reyna að fá hana til að líða betur, reyna að hjálpa henni að finna eitthvað skemmtilegt til að gera en þá segist hún ekki vilja gera neitt skemmtilegt.. o.O Hún semsagt vill bara hanga og láta sér líða illa eða vera með mér. Samkvæmt henni þá líður henni alltaf smá illa þegar hún er ekki með mér og mér finnst það leiðinlegt :/ ég vil ekki að henni líði illa!

Þetta er búið að vera svoldið svona síðustu vikurnar, og satt að segja þá er ég við það að gefast upp. Ég vil vera með henni og allt það en hún er að eyðileggja þetta algjörlega með þessu.

Vitið þið eitthvað hvað ég gæti gert?