Var beðinn um að senda þetta inn nafnlaust.






Hæhæ, 16 ára KK. Fyrir 2 mánuðum byrjaði ég með stelpu sem var góð vinkona mín og ég var geðveikt skotinn í henni. Það kom mér geðveikt á óvart að hún vildi byrja með mér því hún virtist alltaf vera utan í einhverjum gaurum og sýndi mér engan áhuga þannig séð. En já það var eiginlega hún sem átti frumkvæðið…eiginlega. Sambandið okkar var ágætt fyrst, við vorum voða rómó saman og alltaf að kyssast og kela. En við vorum voða sjaldan bara tvö ein því við vorum alltaf að hanga með vinahópnum okkar sem við vorum bæði í. Ég var voða mikið að passa að vera ekki að sýna öðrum stelpum áhuga en líka að vera ekki uppáþrengjandi við hana. Svo með tímanum byrjaði hún að vera fjarlægari einhvern veginn. Og þegar við vorum að hanga saman vinahópurinn virtist hún bara hafa alls engan áhuga. Þá voru að byrja próf og ég hugsaði að hún væri sennilega bara að einbeita sér að læra og þannig. Ég hringdi í hana eitt kvöldið í byrjun prófanna og spurði hvort ég mætti koma og spjalla (og þá vildi ég bara spurja hana hvað væri að ske á milli okkar) en hún sagði bara “æj ég er að fara að sofa” (klukkan var 11, ekkert seint þannig og ég ætlaði ekkert að fara að vera eitthvað lengi). Síðan daginn eftir hittumst við vinahópurinn og ég dró hana aðeins útúr og spurði hana hvort það væri eitthvað að eða eitthvað svoleiðis en ég fékk eingin svör bara “ég veit það ekki” og ég spurði hana hvort henni þætti ekki vænt um mig og hún sagði já. Ég fattaði ekki að hún meinti þannig að hún elskar mig ekki en þykir vænt um mig. Jæja, daginn eftir það var hún allt kvöldið utan í einum öðrum gaur í hópnum og þau fóru bara burt um kvöldið (What?). Síðan hittum við þau aftur og ég dró hana afsíðis og spurði hana hvort að það væri eitthvað að breytast á milli okkar. Eins og áður fékk ég voða ónákvæm og óljós svör, bara eitthvað “ég veit ekki hvað ég vil”. Þá spurði ég hana hvort hún vildi fara í pásu með sambandið og hún sagði svona tregt “jaaaaaá.” og bætti við “en ég vil að við séum vinir. plís segðu að það sé allt í lagi” en ég sagði bara “nei” og mér fannst það bara ekkert í lagi því ég vildi ekki hafa þetta svona, þó að hún væri búin að vera léleg kærasta undanfarna daga. ókei. morguninn eftir það hringdi ég í hana og spurði hvort hún vildi hitta mig en nei hún vildi það ekki, og ég spurði hana hvort þetta væri alveg búið og hún sagði svona þvingað “já”. ég spurði hana aftur og aftur hvers vegna og hvaða ástæðu hún hefði fyrir þessu og hún sagði bara “ég veit það ekki” eða fór að hlægja. Það var fyrst þá sem hún særði mig virkilega. Síðan þá hef ég hugsað frekar mikið um hana, hvort ég vilji hana aftur og hvað hún sé að pæla. Hvað finnst ykkur?