ætla bara að byrja á því að segja að ég á yndislegann kærasta, erum búin að ‘búa saman’ í u.þ.b fimm mánuði og það gengur bara mjög vel. vandamálið er bara að ég get ekki sleppt honum neitt! get varla hleypt honum í vinnu án þess að sakna hans, það er mjög pirrandi því að ég vil geta hleypt honum frá mér í einhverja klukkutíma og jafnvel daga, veit bara ekki hvernig ég á að fara að því að sakna hans ekki og líða ekki illa yfir því þó hann sé að hitta vini sína en sé ekki með mér allan daginn. Góð ráð við þessu væru vel þegin, sérstaklega ef þið þekki e-ð svipað, skítköst afþökkuð og ekkert rugl. takk (: