Ég á mér örlítið vandamál sem tengist sambandinu mínu við kærastann. Við höfum verið saman frá 1.Desember 2007, en vorum mjög góðir vinir í 2 mánuði áður en við tókum saman.

En vandamálið er að við erum búin að fjarlægjast hvort annað alveg hrikalega mikið. Það byrjaði að mestu leiti þegar ég var rétt að verða hálfnuð á meðgöngunni og byrjað að sjást ágætlega á mér þó ég væri með frekar netta óléttu bumbu. Við töluðum orðið nánast ekkert saman þó við vorum í sama herbergi.
Nánast einu afskiptin okkar af hvort öðru var bara pirringur, tuð, óþarfleg afskiptasemi eða rifrildi.
Við sátum aldrei í sama sófanum, hann alltaf að commenta á útlitið á mér og ekki á besta veginn, bera mig við þessa tágrönnu vinkonur sínar. (ég ólétt og þybbin ofan í það og með frekar “netta” kúlu þannig ég leit mest út fyrir að vera bara spikfeit, nema í vissum fötum..)

Ég ótrúlega pirruð út í hann alltaf, setti út á næstum allt sem hann sagði sem var vitlaust eða kjánalegt, það var í raun eina sem ég hafði að setja út á hann.
Sambandið var bara algerlega í klessu. Hann forðaðist mig sem heitann eldinn.. FALDI MIG FYRIR LANGFLESTUM VINKONUM SÍNUM!! og sumum vinum sínum!
Ég með alltof mikla minnimáttarkennd og ljótuna á háu stigi, til að þora að mæta þeim og lét mig því hafa það þrátt fyrir hvað mér leið ömurlega.

Hann hlaupandi út dag og nótt, hafði engann tíma fyrir mig.. alltaf að spjalla við vinkonur og suma vini sína á netinu, sms síminn.

rifrildin okkar gusu oft upp útaf ég óánægð með hvernig hann kemur fram við mig, hunsar mig og gefur mér enga athygli afþví að vinirnir eiga hann allan tíma sólarhringsins. Hann óánægður með hvað ég gagnrýndi hann oft á dag daglega.

Við bæði að gera hvort annað vitlaust. En já svo ræddum við þó nokkru sinnum saman, og hlutirnir löguðust í smátíma svo aftur í sama horf.
Svo leið tími og við vorum aldrei saman þó við vorum á sama stað. Við höfðum sterkar tilfiningar til hvort annað, en nánast allur neisti var farinn. Við vorum bara.

Töluðum ekkert saman, nema fjölskyldan eða kunningjar voru viðstaddir og voru með í umræðunum. Eða þegar við vorum að segja hvort öðru frá einhverju smávægilegu, (oftast ég samt..)
Eða þegar annaðhvort okkar alveg búið með sínar sígarettur og fá hjá hinum.
Jú þau skipti sem við borðuðum í sama herbergi ánþess að kveikt var á tölvunni eða sjónvarpinu þá kom einhver smá umræða ekkert merkileg en betra en alls enginn.

Svo í endan á meðgöngunni byrjaði hann að koma meira til mín, setjast hjá mér, tala meira við mig, faðma mig og þess háttar (ekkert mikið ef maður pælir í því, en þetta var samt mikið miðavið hvað hafði á undan gengið, og ég hélt fyrst að það væri eitthvað að.. og vissi ekkert hvernig ég átti að vera.)
Hann spurði mig álits og athugaði hvort mér þætti ekki í lagi að hann færi þangað með hinum og þessum, bauð mér einstaka sinnum með. Fór að kvetja mig að fara meira út en samt með aðgát, því ég væri nánast á steypirinum.

Hann var bara æðislegur.. við hættum að vera svona leiðinleg við hvort annað, fórum að tala meira og meira saman.

Svo 8 maí fæddi ég dóttur okkar, hann var ekki viðstaddur fæðinguna.. Systir hans sagði að hann hefði farið út þegar fréttirnar komu að ég væri á leiðinni uppá spítala.
Hann lét ekkert í sér heyra fyrr en um miðnætti.
Og var í glasi með 2 vinum sínum, sagðist ætla að koma bara daginn eftir snemma.
En hann kom ekki fyrr en svona 10 mínótum áður en ég var að útskrifast.
Fyrstu 3 daga litlu stelpunar lét hann gottsem ekkert sjá sig. Ég alveg miðurmín og leið hrikalega illa.

En sem betur fer fór hann síðan að koma meira og meira, og þegar við fáum íbúðina fyrir ofan þá flytur hann inn.
Hann sinnir dóttur sinni af áhuga, og er almennilegur við mig.. kúrum stundum og tölum slatta saman. Hann aðstoðar mig alveg helling við það sem ég þarf hjálp við, burtséð frá barninu.

En við erum ekki eins náin og við vorum einu sinni. Hlutirnir eru byrjaðir að lagast og við farin að vera meira saman.

Hvernig getum við ræktað sambandið betur, orðið nánari aftur. Búið til gott traust aftur á milli okkar, (ég held nú að vantraust sé ekki málið, heldur vantar bara þetta ofsa mikla traust og trú á hvort öðru sem við höfðum einu sinni.

Við erum mjög ólík í raun og veru, algerlega ólík áhugamál!
Ég á mér reyndar engin sérstök áhugamál, en ég veit allavega hvað eg hef alls ekki áhuga á.

Mig vantar hugmyndir!!




Bætt við 25. maí 2009 - 01:28
Hey ég held að smá miskilningur á sér stað, ég hef greinilega ekki komið þessum skrifum nógu vel frá mér.

Ég er alls ekki að hugleiða að hætta með honum.
Mig vantar smá ráð um að rækta sambandið betur,
Við erum orðin nánari og samheldnari núna, en það vantar samt vissa hluti í sambandið.

Og þetta var ekki korkur til að segja til um hvað hann væri ömurlegur. ALLS EKKI, ég var bara að gefa innsýn í hvernig sambandið á milli okkar var á tímabili. Hann eins og hann var, og ég með mína hrottalegu gagnrýni á nánast allt sem hann sagði/gerði.

Og núna ídag er sambandið bara á ágætis stað fyrir utan við erum ekki nógu náinn, að ég vilji meina. (miðavið hvernig við vorum fyrst) :)