Góða kvöldið/daginn fólk, ég er 17/18 ára unglingur sem er, ja hvernig á að orða það ástfanginn að minnsta kosti held ég það (mér hefur að minnsta kosti aldrei liðið svona áður varðandi stelpu), ég er búinn að vera hrifinn af þessari stelpu nánast í eitt ár eða svo.
Ég og þessi undurfagra stelpa erum ekki saman ennþá en við erum búin að fara á stefnumót (þannig séð, við höfum farið í bíó og eyðum mörgum tímum á dag bara að tala saman.) ég er svona 99,99% viss um að hún er hrifin af mér , vinkona hennar og vinur minn eru saman og þau hafa spurt mig hvort við erum ekki að fara að byrja saman og þau eru ekki þau einu sem hafa nefnt þetta við mig. Við áttum smá stund í gærkvöldi þar sem við vorum að vanga dansa (ég nenni ekki að útskýra hvernig það átti sér af stað þar sem það er mjög löng saga). Mér hefur langað að ganga í almennilegt samband við hana en ég er algjör gunga varðandi svona, það voru 200.000 skref fram á við þegar ég bauð henni í bíó, og við höfum haft miklu betri samband eftir þessa bíóferð og kannski hefur bíóferðin látið mig fá svona rosalegan kjark þar sem ferðin gekk mjög vel.
Þar sem konudagur er að nálgast þá datt mér í hug að vera kannski smá rómó eða réttara sagt að vera frumlegur, það sem mér datt í hug var að kaupa eina fallega rauða rós og vera með einhvern miða og skrifa kannski eitthvað fallegt á miðann og festa rósina og miðann einhvern veginn á rúðuna hjá henni um morguninn og banka síðan á rúðuna hjá henni og vekja hana þannig og láta mig hverfa úr augsýn áður en hún sér mig, það sem mig vantar er eiginlega ráðleggingar hvort þetta sé kannski of mikið þar sem við erum ekki byrjuð saman ,,beint" og hvort ég ætti að bjóða henni út að borða (samt ekkert rosalega dýrt) líka.
