Ég er smá ráða villtur hérna og þarf smá álit á þetta vandamál mitt til að vera á einhverjum vegi hér.

En allavegana þá er vandamálið mitt þannig að ég er voðalega hrifinn af stelpu sem ég er búinn að þekkja síðan í júlí í fyrra og hún er mjög sæt, skemmtileg og bara frábær stelpa.
Svo um daginn þá hringdi ég í hana og spurði hana hvort ég mætti bjóða henni í bíó í kvöld og hún sagði já og allt það, en svo í dag þá var ég að tala við eina bestu vinkonu mína sem er besta vinkona þessar stelpu sem ég er að fara að bjóða á lítið stefnumót í kvöld og þessi vinkona mín segir að stelpan ber engar tilfinningar til mín og það alls ekki sömu tilfiningar og ég ber til hennar og að hún vilji allveg vera vinkona mín og allt það, sem ég er nú allveg líka til í og líka það að hún vissi ekki að þetta átti að vera stefnumót!.
Þessi stelpa er líka eitthvað mjög feimin og að því sem ég veit þá verður þetta hennar fyrsta stefnumót og hún hefur aldrei átt kærasta eða neitt þannig, svo ég skil hana pínu en ekki allveg.
En hvað á ég að gera?, á ég að reyna við hana og halda í vonina um það að hún gæti fundið fyrir hrifningu? eða ætti ég bara að láta hana vera og vera bara vinur hennar og lifa í eymd minni?.