Vil taka það framm að ég er að senda þetta inn fyrir vinkonu mína! ER EKKI fyrir karlmenn takk kærlega pent!


Svo vill til!


Að ég er hrifin af gaur. Frábær strákur í alla staði og mér finnst æðislegt að vera í kringum hann. Málið er það hinsvegar að ég er frekar óörugg varðandi sambönd og slíkt.

Fyrri sambönd mín hafa vanalega endað in flames. Skulum orða það þannig að besta vinkona mín telur mig vera einna óheppnustu manneskju í heimi fyrir utan hana í ástarmálum! - Það hefur verið haldið framhjá mér. Annar fyrrverandi tók sig til og missti sig við mig þegar ég var að reyna að díla við fortíðina. Og sá seinasti þoldi ekki hvað var langt á milli okkar og við gátum ekki hittst eins reglulega og hann vildi! Vil samt taka það framm að ég er vinkona þessa seinasta enn í dag og tölum við saman reglulega.

Varðandi þann sem ég er hrifin af, þetta er frábær gaur. Hann kemur rosalega vel fram við mig og lætur mér líða sérstakri. Mér líður rosalega vel í kringum hann og mér finnst ég geta bara verið ég án þess að þurfa alltaf vera með brosið límt á mig.

Vandamálið er hinsvegar að þar sem ég er svo brennd eftir fyrri sambönd á ég rosalega erfitt með það að leyfa mér að slaka algerlega á og bara leyfa hlutunum að gerast. Mér finnst ég vera að halda rosalega aftur af sjálfri mér. Að ég sé ekki að gefa mig alla í þetta.

Hvað get ég gert í þessari stöðu? Á ég bara að sparka í rassinn á sjálfri mér og bara go for it eða á maður að taka hluti með sæmilegum fyrirvara?

Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst.

x
The carazed lesbian!