HVAR ERU NÖRDASTELPURNAR????

ATH reiðipistill.

Ég er orðin frekar þreittur á þvi að hitta stelpur, ég er búin að skanna hinn svo kallaða markað hvað eftir annað, leitandi eftir hugsandi haus.. en finn ekkert nema frekjur og dóna. Stelpur sem að tala við mig í þeim einum tilgangi að væla í mér hvað kærastinn þeirra er vondur, stelpur sem leika sér að mér draga mig á asna eyrunum, platandi mig til að keyra landshlutana á milli fyrir þær.. bara til að sjá —–>*þessi* er nú komin í samband fljótlega eftir.
Ég er nú enginn Brat Pitt, ég er meira svona.. meðal Jón. Ég hef það gott. Ég er einstaklega skrítinn á minn hátt, og mér finnst það ekkert leiðinlegt, fólkið í kringum mig hefur hingað til fílað það. Ég er með spes húmor, en ég reyni mitt besta að láta kvennmanni í minni návist að líða sem best, ég er ekki þessi týpíski töffari sem er algerlega gerilsneyddur af kvennlegum samskiptum þó svo ég eigi í smá vandræðum með að finna kvennmann sem er ekki illa innrættur :/. Ég er eini strákurinn í systra veldi. Og finnst það ekkert alltof slæmt. Fjölskildan mín er hálf geðveik.. á skemmtilegan findinn og stundum aðeins of opin hátt. Það þarf mikin karakter til að höndla það.

Og það er líklega það sem ég er að leita af.. Karakter..
Konu.. sem er vel gefin, nennir að sinna mér með það… að særa mig ekki með einhverskonar bulli.
Svo ég geri nú kröfur… og set einhverskonar standard…
Þá þyrfti hún að vera góðhjörtuð, yndæl, og falleg í sér. Hugsandi vera, sem er búin a’ gleyma þessari herrans Riddarareglu að karlmaðurinn verður að stíga fyrsta skrefið.
Hún þyrfti að vera svolítill nörd, því ég horfi á nördalegt sjónvarpsefni. Hún þyrfti að vera svolítill harðhaus og svolítið þrjósk, þvi eftir flóðið rauðhyrntum stúlkukyndum með heygaffal (lesist sem djöflar) þá á ég svolítið erfitt með að trúa því að það sé virkilega til kvennmaður sem nennir að hafa fyrir þvi að stofna framtíð með traustum og tryggum manni.

Og ég spyr..
Er til svoleiðis kona, sem vill koma sér fyrir, finna traustan mann, sem er reiðubúinn að gera kannski aðeins of mikið fyrir ástina sína. Stofna með honum framtíð?
Er til svoleiðis kona, sem kýs frekar traustan mann sem vinnur fyrir sér hörðum höndum að því sem hann vill, í stað þess að sóa lífi sínu í dóp og áfengi?
Er til sú kona sem mundi frekar velja mann, sem mundi þola reiðiskast í hljóði, og reyna að gera betur næst, í stað þess að leggja á hana hendur fyrir að vera með væl..

Er þessi kona til?
Ég er farinn að efast um það, eftir allar þær konur sem ég hef þurft að synda í gegnum.
Og langar svakalega mikið að ef ÞÚ vera sem ert að lesa þetta.. ef þú veist um svona konu.. viltu láta hana vita af mér??