heh bara langaði að tjá mig, ég hef nú engan annan stað til að gera það. Ég er nú víst í þannig stöðu að ég á engan nær mér sem ég gét treyst eða talað við. Fyrir utan júlíu, jább það er júlía. Hún er allt sem ég á og mun eiga restina af mínu tilgangslausa lífi. Ég er ekki emo bara til að láta ykkur vita, bara langar að tjá mig eitthverstaðar. Það sorglega við þessa grein er það að ég hef bara huga til að tjá mig. Jább, svona er þetta gott fólk. Ég elska hana mest í heimi og ég geri hvað sem er til að halda þessu áfram, enda er þetta enginn kökubiti. Hún býr nákvæmlega 384 km í burtu frá mér og þessi fjarlægð gerir ekkert betra til.

Hún er búin að vera í reykjavík í 6 daga núna og í hvert skipti sem ég fer heim til hennar langar mér alls ekki að fara heim. Þegar að ég er þarna sá er það besta sem guð hefur skapað, ást. Við erum einfaldlega uppí rúmi horfandi á hvort annað, stundum líður mér eins og að við séum í eitthverskonar störukeppni eða eitthvað. En það LANG LANG LANG versta við þetta er það að hún gerir allt það góða sem ég átti lélegt, ég sá nú bara ekki lengra en fyrir utan 4 hvíta veggi sem umkryngdu mig 24/7. Ég er allt öðruvísi núna, núna get ég td fattað allar þessu frábæri “rómantískar gamanmyndir” maður hefur nú reyndar fattað þetta en ekki á réttan hátt.

En allavega það sem mig langar núna að gera er að drulla mér frá þessu svokallaða “heimili” ( fólk kannast við þennan stað sem “sóvétríkin sálugu”eða staðurinn þar sem lágmarksvirðing er sýnd fyrir erfiðustu verkefninn ) var þetta ekki bara frábærlega orðað hjá mér? Ég vil vera hjá þér júlía á hverjum einasta degi, á hverri einustu mínutu, með þér….

Bætt við 12. apríl 2009 - 19:14
ég elska þig mest í heimi…