Hæhæ,

Ég vildi heyra skoðun ykkar á því hvar maki manns eigi að standa, á hann að vera manns besti vinur?

Ég tek kærastann minn í forgang, fyrir utan vinnu og áhugamál en svo finnst mér hann ekki taka mig í neinn forgang. Það er alltaf besti vinur hans (sem er ekki ég), annar vinur hans eða tölvuleikir sem mér finnst fara frekar í forgang og ég er svona nr. 5 á listanum.

Hvað segiði? Vildi bara heyra ykkar skoðun á því hvað þið sjálf viljið þegar þið eruð í sambandi.