Ég býst við því að þetta sé ekki fyrsti svona korkurinn hérna, en ég ákvað samt að skella þessum inn og leita ráða hjá ykkur hugarar mínir. :)

Þannig er mál með vexti að vinur minn er að koma í heimsókn. Hann býr erlendis og hefur aldrei komið til Íslands áður. Mig langar að gefa honum eitthvað en ég veit ekki alveg hvað það getur verið. Mig langar að hafa það eitthvað sem hann getur átt má vera kannski pínu persónulegt en þarf samt ekki. Þá er ég ekki að tala um bara einhver geisladisk. Ef þið skiljið hvað ég meina.

Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Öll skítköst og leiðindi eru afþökkuð.

Bætt við 26. mars 2009 - 13:14
En já að fara í einhver löng ferðalög er eitthvað sem við getu ekki gert. :/
Kv. Amerya