Okey, það er strákur sem ég hef verið að tala við undafarnar vikur.
Hann er vinur vinar míns, kynntumst þannig og höfum vitað af hvor öðru en höfum ekkert talað mikið saman. Þangað til fyrir 3 vikum kannski, þá byrjaði hann að hafa samband við mig og ég hef hitt hann nokkrum sinnum eftir það (höfum reyndar aldrei verið ein saman en whatever) og ég hef verið frekar viss um að hann hafi áhuga á mér en allavega.

Svoldið langt síðan ég hef verið að tala við einhvern strák og því eru vinkonur mínar að hlaða á mig ráðum hvernig ég eigi að næla í hann. Ein stakk nú bara uppá því að best væri að hitta hann djamminu og taka hann með heim. En þið vitið, eg bý hjá foreldrum mínum og finnst hugmyndin um að hann mæti í bröns með þeim daginn eftir lítið spennó.

Ég er aðalega að vandræðast með þessa fínu línu milli þess að sýna áhuga og vera to much. Ég vil að hann viti að ég hafi áhuga een ég vil ekki vera uppáþrengandi eða pirrandi og svo heyrir maður alltaf að maður eigi að vera eitthvað hard to get sem hljómar bara eins og trouble í mínum eyrum.

Einhver ráð, voða subtle leið til að sýna áhuga en ekki hræða hann burt.

Danke