Ég og kærastinn minn hættum nýlega saman eftir þriggja ára samband. (Hann særði mig mjög illa) Rétt eftir sambandsslitin (og reyndar fyrir þau líka) þá sagði hann alltaf að hann gæti ekki lifað án mín, myndi deyja ef ég færi frá honum eða dæi eða eitthvað og að það væri engin önnur nema ég sem hann myndi vilja vera með alltaf og eignast börn með.
Við elskuðum hvort annað en ég vissi nú samt að ef eitthvað af þessu myndi gerast þá myndum við bæði go on with out life og so on.

Rétt eftir sambandsslitin þá var hann alltaf að hringja og senda sms og allt það lala til að reyna að fá mig aftur en ég vildi ekkert með hann hafa. Mér var í raun alveg sama um hann þannig séð, hafði engan áhuga á að tala við hann og skellti bara á eða setti símann á silent þegar ég sá að hann var að hringja. Uppá síðkastið hef ég saknað hans meira og meira og svo hringdi ég í hann áðan bara til að vita hvernig hann hefði það. Hann sagðist hafa það ágætt, væri mjög bjartsýnn á hvað framtíðin bæri í skauti sér (hann er með stuff ákveðið) og hlakkaði bara til. Byrjaður í ræktinni og farinn að hanga meira með vinum sínum.

Eftir samtalið þá fékk ég gráturskast. Ég vil ekki vera með honum, eða jú ég myndi vilja það en ég veit vel að það er bara ekki hægt og mun aldrei gerast aftur, er svona að reyna að koma því inn í hausinn á mér. Mér leið bara illa því nú ég vissi ég að þetta væri aaalveg búið fyrir víst. Nú var þetta “life has to go on” að byrja. Höfum hætt saman áður en alltaf byrjað aftur saman. Hann hefur það fínt, ég vil að hann hafi það fínt, ég vil ekki að honum líði illa. Mér leið vel fyrst, honum illa og nú er dæmið að snúast við eiginlega. Hörmuleg tilhugsun að nú sé þetta bara alveg búið.. bara fortíðin og einhvern tímann verður hann bara einhver “strákur sem ég var að dandalast með þegar ég var unglingur.”

En eins og ég sagði þá langar mig ekki að vera með honum, ég er bara að átta mig á því að þetta er alveg búið í hinsta sinn og það muni aldrei verða neitt aftur. Þetta er eini strákurinn í lífi mínu sem ég hef orðið hrifin af og ekki misst áhugann á, eini strákurinn í lífinu (og vonandi ekki sá síðasti) sem ég hef elskað og verið 100% ég í kringum. Eina manneskjan reyndar, sem ég hef verið 100% ég í kringum.

Baaara ef hann hefði ekki svikið mig. Þá værum við örugglega ennþá saman. Ég vildi að við gætum verið saman en samt einhvern veginn langar mig engan veginn til þess. (Útaf þessu sem hann gerði mér þ.e.a.s. en ég ætla ekkert út í það hér..)

Komið gott, varð bara að fá smá útrás.