jæja, ég er með vandamál með rómantíkina mína AFTUR

ok, byrjum þá bara fyrir 3 vikum.. það var innflutningspartý heima hjá mér, vinir bræðra minna og vinir foreldra minna voru hérna en ekki mínir vinir afþví ég var að vinna og var ekkert að búast við því að ég yrði eitthvað vakandi..

eeeeen einn af bestu vinum bróður míns var þarna og það er svona saga á milli okkar.. við vorum búin að dúlla okkur eitthvað en hætt síðan við afþví að við vildum ekki “svíkja” bróðir minn, svo þetta kvöld spurði hann bróðir minnn hvort það væri ekki í lagi að við myndum byrja saman og bróðir minn náttúrulega svolítið vel fullur og sagði eitthvað “ég meina Joner er búin að vera ástfangin af þér síðan ég veit ekki hvenær, og bara ef þið eruð hamingjusöm saman þá er mér sama” ég var bara eitthvað að hlera inní herbergi og hann kom beint inn og ég fór ofaná hann og við fórum að kyssast og daddara.. svo þurfti ég að fara að vinna klukkan 8 og við vorum þarna að kúra og næstum því sofnuð þarna.

Ég bauð honum að sofa bara í rúminu mínu og ég myndi bara koma uppí til hans þegar ég kæmi heim úr vinnunni, en svo kemur hann til mín í vinnuna um 1 leitið og þá er verið að skutla honum heim, og hann brosti ekkert smá kjánalega, var ógeðslega dúllulegur og segir “ég sé þig á eftir;)”

svo sé ég hann ekkert, heyri ekkert í honum fyrr en á þriðjudeginum, svo tölum við saman á hverjum degi eftir það, svo á fimmtudeginum förum við á rúntin og endum heima hjá mér og ég spyr hann hvort hann vilji gista og hann segir “æji ég þyrfti eiginlega að vera heima í nótt, en kannski á morgun”

svo hringir hann í mig daginn eftir, og ég var eitthvað á rúntinum með vinkonu minni og hann sagði mér að hringja þegar ég væri búin að losa mig við hana, en hún er týpan sem vill sjúga úr manni hvern einasta blóðdropa áður en hún leyfir manni að fara heim, svo ég losna ekki við hana fyrr en klukkan 2 um nóttina og þá hringi ég í hann og hann er farinn að sofa, segist ætla að hringja í mig um leið og hann vaknaði.


svo hringir hann um eitthvað 6 leitið um kvöldið og sagðist hafa gleymt því að hringja í mig:S svo plönum við eitthvað en það verður ekkert úr því.

svo förum við í bíó og endum heima hjá honum og ég var svo drullu þreytt að ég nennti ekki að keyra heim, svo við sváfum þarna sama í þessu pínulitla rúmi hans (mitt er 140x200 og hans er e'ð um 90x190)

svo heyri ég ekkert í honum í viku, á meðan var hann í póker heima hjá mér, ég var að vinna svo ég missti af honum, svo fer hann á bretti með bróðir mínum, og ég bara þvílíkt svikin eitthvað.

svo fer ég á fyllerí á föstudaginn núna, kem heim og þá er allur vinahópurinn úti í bílskúr á lani, og ég sé hann og fer bara beint til hans og langar að kyssa hann en þorði því ekki, svo ég fór bara inn.


svo fer hann inn á klósettið og annar srákur í tölvuna hans, og ég stoppa hann áður en hann fer út og kyssi hann og spurði hann afhverju hann hafði ekki hringt í mig og hann sagði “sorry maður” og ég var full og tók því bara og hélt áframa að kyssa hann. svo förum við aftur út í bílskúr, ég sest við hliðiná honum og hann tekur í hendina á mér, við sitjum þarna í 5 mín og hann segir við mig “eigum við að koma inn?” og við förum inn og daddara.. og ég spyr hann hvort hann vilji gista hjá mér og hann saðgi “já, kannski” long story short hann fer heims til sín.

svo kemur hann aftur á laugardeginum og ég er þá edrú og hann líka og við kyssumst og eitthvað, ég spyr hann svo hvort hann ætli ekki örugglega að gista hjér mér þá nótt og hann segir jú, og ég fékk svarið sem ég vildi og var bara ánægð svo um svona 5-6 leitið um morguninn þá nenni ég ekki að vera vakandi lengur og fer uppí segi honum að koma uppí til mín þegar hann væri búinn í leiknum.

ég vakna við einhvern hávaða um 7-8 leitið og fer út og þá eru þeir búnir í leiknum, og sumir á leininni heim og ég tek í hann og kyssi hann. fer svo og fæ mér sígó, svo kemur hann bara og pikkar í mig og segir “sjáumst á morgun” ég set náttúrulega upp móðgunar svipinn minn og fer bara fúl EIN uppí rúm og sofna.AFHVERJU VILL HANN EKKI SOFA HJÁ MÉR???? hann getur riðið mér en ekki sofið. hann er búinn að segja hvað hann elskar að kúra með mér, tölvan hans er hérna, það þarf alltaf að skutla honum heima og eitthvað ég er bara ekki að fatta afhverju hann vill ekki sofa hjá mér:S

já vá ritgerð en what the fudge? það er ekki vond lykt af mér og ég hrýt ekki!

why?