Sælt veri fólkið,
Ég er nú bara að spá… Talið þið langt fram í tímann við ykkar maka.

Ég er nú nýlega byrjaður með stelpu, er ótrúlega hrifin af henni og langar virkilega að vera með henni þannig ég er sáttur. En hún talar oft langt frammí tímann, hefur meira segja sagt “ég er eiginlega viss um að okkar fyrsta barn verði strákur” svo hefur hún líka nefnt “það væri gaman ef við gætum farið til útlanda þarnæsta sumar” og svo framvegis.

Í rauninni finnst mér þetta bara allt í lagi að heyra svona tal þar sme mér langar að vera með henni og ég er mjög hrifinn af henni.
Við erum samt ekkert búin að vera saman í neinn rosalegan tíma.

Hafið þið lent í að fá svona tal frá maka ykkar, finnst ykkur það gott? veitir það ykkur öryggistilfinningu eða finnst ykkur alveg mjög vont að það sé verði að tala svona langt frammí tímann.

Þetta hefur í mínu tilviki amk bara góð áhrif á mig.
Cinemeccanica