Mér barst bréf í pósti sem ég var beðin um að senda inn nafnlaust. Ég vil biðja ykkur um að svara eftir bestu getu.

Ég er á föstu með stelpu. Þessi stelpa er frábær, sæt, snjöll og bara allt sem maður gæti viljað. Stundum elska ég hana en ekki alltaf. En það er eitthvað við hana sem ég vil halda í, ég finn það sterkt í mér. Mér finnst samt stundum eins og það sé eitthvað að. Ég get ekki fundið nákvæmlega hvað það er. En tilfinningin kemur.

Vandamálið er…

Ég átti kærustu fyrir nokkrum árum. Það var fyrsta ástin mín. Við vorum svolítið on/off til að byrja með, náðum ekki alveg saman strax. En svo small eitthvað og ég bara féll svona harkalega fyrir henni. Mér fannst þetta svo rétt.

Hún sagði mér upp, og ég trúi því varla sjálfur hversu lengi
ég var að komast yfir hana. 2ár. Þá fyrst aftur þorði ég að fara demba mér útí að kynnast öðrum stelpum. Svo fann ég þessa sem ég er með núna, yndisleg stelpa og allt gekk vel til að byrja með. Núna hinsvegar er hausinn minn alltaf að minna mig á fyrrverandi.
Ég er farinn að búa til hluti sem gætu útskýrt þetta, sem gætu leitt það í ljós að hún sé orðin hrifin af mér aftur. Ég tala samt lítið sem ekkert við hana. En stundum commentar hún á mynd af mér á þessari heimsku facebook, eða bara á vegginn minn. (þið vitið hvaðég meina).
Þessi comment væru meinsaklaus ef þetta væru bara venjuleg
comment. En þau er það ekki. Heldur virðast þetta alltaf vera eitthvað sem bara ég og hún vitum hvað er. Eins og að nefna bara lag sem minnir okkur á hvort annað. Svona “lagið okkar” dæmi og gera blikk-kall með. Skrýtið comment?

Skiptir svosem ekki máli hvernig sagan er en því meira sem ég hugsa um þetta, því meira átta ég mig á því að ég er ekki
nógu hrifin af núverandi kærustu til að vera með henni. Þessi hin stelpa er alltaf að koma inní hausinn á mér og fokka öllu upp. Alltaf, aaaaalltaf. Og því meira sem ég hugsa um það því meira fer mig að gruna að ég sé bara orðin eitthvað geðveikur.
Ég er ekki svona gaur. Þetta á ekkert við mig, ég er ekki þessi týpa… …að láta einhverja stelpu rugla svona í hausnum á mér.

Ekki veit ég hvort það þýði mikið að spyrja ykkur hugara hvort þið hafið einhver ráð við þessari krísu sem ég er í. Ég veit alveg hvað þið hafið um þetta að segja. Kannski var þetta meira gert til að koma þessu frá mér. Ég á ekki marga vini sem ég get tala við um svona hluti.

ps, Afsaka það ef textin er eitthvað illa settur upp og
illskiljanlegur.