Ég hitti eitt sinn stelpu þegar ég var í ferðalagi og ég var bara alveg dolfallin yrfir henni. Hún var bara gjörsamlega fullkominn. Ég fæ msnið hennar og byrja að tala við hana og við erum orðnir mjög góðir vinir. Síðann hætti ég að tala við hana í soldinn tíma og gleymi henni nokkurn veginn. Og þá er um það bil ár liðið og ég byrja að tala við hana aftur á msn og við förum að hittast meira. Auðvitað er erfitt að hitta einhern sem maður hefur tilfinningar til aftur eftir svo langan tíma, þannig við löbbum bara saman og mér finnst þetta svona óþægilega vandræðalegt að hafa einhvernveginn ekki neitt að segja. Síðan förum við að hittast ég, hún og einhver vinkona hennar sem var alltaf ógeðslega leiðinleg við mig.
Einn daginn læt ég verða af því. ég segi henni hvernig mér líður í hennar garð og segi henni einnig að það myndi ekki særa mig ef hún myndi hafna mér. auðvitað gerði hún það en vináttan hélt samt áfram. Eitt kvöldið hringir hún og spyr mig hvort ég vilji endurskoða þetta með henni og auðvitað verð ég himinlifandi þrátt fyrir fyrri höfnun. Síðan hitti eg hana og mér liður einhvernveginn betur í kringum hana. síðan er mér sagt að þessi vinkona hennar hafi bara manað hana til þess að hringja í mig og þetta hafi allt bara verið plat. Hversu langt getur fólk eiginlega gengið?