Vissi ekki alveg hvað ég ætti að hafa í titlinum, en ég vil deila með ykkur smá hugleiðingum.

En allavega, ég og kærastan (eða já, erum ekki officially saman en samt eitthvað, æ veit ekki alveg en ókei) erum búin að vera mikið saman undanfarið. Við erum ekki búin að “deita” nema í tæpan einn mánuð, svo við höfum verið miklu meira saman heldur en kannski margir sem hafa verið í sambandi í lengri tíma. Við hittumst til dæmis ja, nánast flest kvöldin í jólafríinu og allt er búið að vera bara frábært.

En
Mér finnst ég hafa fjarlægst félagana á þessum tíma.
Jú vissulega var jólafrí og þá eru dagarnir ekki í föstum skorðum og svo framvegis, en samt, mér finnst ég hafa fjarlægst þá.
En málið er líka að við félagarnir plönum ekkert fram í tímann, heldur meira svona “eigum við að fara í bíó í kvöld” eða þannig, þið skiljið vonandi hvað ég á við. Við svona ákveðum með í mesta lagi dags fyrirvara, og þar kemur vandamálið.
Af því að ég og hún höfum núna allavega alltaf “planað” fram í tímann hvenær við getum hist næst.
Til dæmis um daginn þá var ég með henni, og það kvöld töluðum við um það hvenær við gætum hist næst, og við ákváðum sem sagt að við mundum hittast síðasta föstudagskvöld, og þetta var næstum því viku fyrirvari.
Og svo um miðjan dag á föstudaginn þá voru félagarnir að plana að hittast, og ég fékk svo mikið samviskubit þegar ég sagðist ekki geta það af því að ég væri að fara að hitta hana að það var alveg skelfilegt.

Því eins mikið og ég vil vera með henni þá vil ég líka vera mikið með félögunum. Jú auðvitað breytast hlutirnir þegar maður er kominn í samband eða samband er í myndun, en það einhvernveginn virðist erfiðara en ég hafði haldið.

Ég veit svo sem ekki alveg af hverju ég er að skrifa þetta, en veit þó að einhverjir af félögunum lesa þetta svo það er bara gott að þeir viti þetta allt..


En þið sem eruð/voruð í sambandi, og þá sérstaklega á fyrstu vikunum, fannst ykkur þið fjarlægjast ykkar vini? – Og hvað gerðuð þið í málinu?