Langar pínu að fá að vita hvenar ykkur finnst rétti tíminn til að segja “ég elska þig” við kærastann.
Ég er með strák, við vorum mjög hrifin af hvort örðu og svo fyrir 1 og hálfum mánuði byrjuðum við saman og erum búin að vera mjög mikið saman síðan, ég búin að vera heima hjá honum síðan fyrir 1 og hálfum mánuði og hann heima hjá mér á áramótunum. höfum sagt við hvort annað mér þykir vænt um þig, og hann byrjaði að segja fyrir svona 7-10 dögum ástin mín, og elskan mín, svo sagði hann við mig í gær að hann hefði alltaf beðið eftir að ég myndu segja ástin min fyrst við hann (En hann var á undan)
Svo núna veit ég að hann er að bíða eftir að ég segi ég elska þig við hann..

En það sem mér langar að vita er hvort ykkur finnist það of snemmt eða á að bíða lengur.. eða viljið þið strákar eða stelpur að það sé eitthvað pínu spes móment þegar þetta er sagt í fyrsta skipti.

ég hef alveg verið í 2 samböndum og þeir strákar sögðu það af fyrra bragði, annar fannst mér hafa sagt það of snemma ég var ekki farin að finna svo miklar tilfinningar.. En núna geri ég það það eru allar tilfinningar til staðar og spurning hvort það sé eins hjá honum.. :)
Svo hvenar finnst ykkur rétti tíminn til að segja “Ég elska þig” ??

Ef það hjálpar ykkur eitthvað þá er ég 20 ára..