Okei. Ég vissi ekkert hvert ég átti að setja þetta svo ég ákvað að setja þetta bara herna.

Allavega þannig er mál með vesti að fyrir 2 og hálfum mánuði lenti systir mín í alvarlegu bílslysi með þeim afleiðingum að hún er lömuð fyrir neðan mitti og getur því augljóslega ekki gengið.
Við fjölskyldan búum í blokk og því verðum við alltaf að ýta henni upp stigana *erum búin að búa til slyskjur* til þess að hún geti komið í heimsókn.
Fyrir 2 árum síðan fékk pabbi minn hjartaáfall og er ekki búinn að jafna sig fullkomlega á því og mun aldrei gera það, bæði vegna aldurs og heilsufars. Hann reykir og drekkur eins og hann fái borgað fyrir það og lætur svo eins og það sé bara eðlilegt. En mér finnst það ekki vera eðlilegt að eiga pabba sem að er alltaf fullur en vinnur samt sem áður sína vinnu.
en vegna veikinda hans þá er mjög eritt fyrir hann að vera að toga systur mín upp stigana þannig að ég þarf alltaf að vera fyrir framan og ýta . og núna í kvöld þá kom vorum við að koma úr heimsókn og faðir minn eins og alltaf búinn að fá sér einum of marga en samt sem áður varð hann að tosa í stólinn hjá systur minni og ég að ýta. ég náttla hélt hann væri tilbúinn því að hann spurði mig og hann setti stólinn á 2 dekk og byrjaði að tosa og ég ýtti en nei þá allt í einu ýtti ég of fast og þegar við vorum komin up stigann þá var ég lamin af systur minni af því að ég sagðist ekki alveg vera að treysta pabba mínum því að mér finndist hann of drukkinn.
og ég náttúrulega varð pirruð og fró bara inní herbergi og rústaði öllu í brjálæðiskasti .

finnst ykkur þetta eðlilegt.
þetta er búið að vera miikið sjokk fyrir mig að lenda í þessu rugli fjölskyldan búin að þurfa að breyta öllu.
ég er bara eins og einhver þjónustupíka*sorry að ég sagði þetta en bara staðreynd* send út og inn fyrir systur mína og eitthvað.

Þetta er að gera mig brjálaða. ég reyni að gera eitthvað og fæ bara skammir til baka..

þið kannski teljið þetta tuð eða eitthvað . ég varð bara að koma þessu frá mér ! :/
Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!