Sæl öll sömul …! þetta verður löng grein og vonandi getiði haft þolinmæði að lesa þetta og gefa mér gott ráð.

Ég er með vandamál í mínu sambandi. Málið er að unnustan mín getur ekki gleymd fyrverandi bólfélaga sinum ! Segi bólfélaga því þau voru ekki saman á þeim tíma heldur í svona “opnu sambandi” Allt í lagi með það en hún var í sambandi og eignaðist barn þegar hún kynntist þessum gaur og hélt ansi mikið framhjá með honum, ásamt fleirum.
En svo kynntist hún mér og við erum búin að vera saman í tvö ár og búa saman í eitt og hálft ár. Ég flutti út á land til að vera með henni . En hún er ennþá í smá sambandi við hann… bakvið mig og reynir að neita því þegar ég spyr hana af því. Ég hef samt gómað hana 3 sinnum að hún sé að svara sms um frá honum. Svo þegar þetta facebook kom að þá fór hún að senda honum svona flirt og sendi skilaboð “ Hæ sæti! ” Ég gómaði hana hafa gert það og hún lofaði að þetta myndi stoppa. Núna nokkrum vikum gómaði ég hana aftur og algjörlega tók hana á teppið.
Komst af því að hún hefur svipast um eftir honum á djamminu…, kikjir alltaf hvort hann sé heima þegar við keyrum framhjá húsinu hans, og þegar hún sér hann stundum í verslunum eða á rúntinum að þá þarf hún alltaf að svipast um hvort hann sé farinn. Hún þverneitar að vera ennþá hrifinn honum. Eftir þessa yfirherslur og ég var búinn að banna henni að tala við hann eða svara smsum hans. Nokkrum dögum seinna förum við á djammið saman og skemmtun okkur rosalega vel saman… Hélt að hún væri virkilega leið yfir þessu og væri að bæta sambandið. En morguninn eftir grunar mig að hún hefði sent honum sms um nóttinu og kikji í símann. Þá sé ég að hann hefði sent sms um hvar hún væri og hún svaraði honum….!!! Komst af því að það hefði verið á klóstinu.

Eftir alla þessa umræðu að þá svaraði hún honum samt og ég fæ alltaf sama svar frá henni að hún veit ekki afhverju hún gerir þetta en er samt ekki hrifin af honum ennþá. Þetta er baraekki hægt að hún sé ennþá í einhverju smá sambandi við strák sem hún hélt framjá með þegar hún var síðast í sambandi ?! og reynir svo að leyna því !


Ég veit bara ekki hvað ég á að gera í þessu !! Er hægt að laga þetta eða er þetta bara búið spil ? Ég er búnn að segja henni að hún fær ekki að fara lengur á djammið ein út af hvað við búum í litlum bæ og vil að hún finni það út afhverju hún þarf alltaf að svara smsum frá honum og reynir að leyna því…!

Vonandi getiði komið með góð ráð því ég vil ekki enda þetta. Hún hefur ekki gert neitt slæmt af sér…. ennþá en þetta er samt ekki ásættanlegt?!