Í fyrradag sktifaði Stec, stjórnandi á þessu áhugamáli, kork um hamingju. Ég trúði nú varla að ímynda mér mig hamingjusaman en spurði hann þó hvort hann væri til í að senda mér smá og svei mér þá! Ætli honum hafi ekki bara tekist það.
Ég var nefninlega að hitta stelpu (aftur). Við æfðum sund um tíma og var ég svona… hálf 6. bekkjar skotinn í henni. En núna í dag fór ég í ræktina að hitta þjálfarann minn til að fá nýtt prógram. Sé ég hana ekki bara og hún mig. ÉG varð reyndar svolítið mikið eins og kúkur í framan þegar ég komst að því að ég var eltandi þjálfarann minn eins og hundur en hvað um það. Svo heldur æfingin mín bara áfram og ég mæti henni á endanum í stiganum. Ég segi bara “hæ” eins og við hefðum þekkst síðan í æsku. Og hún svaraði “hæ”. Síðan klára ég æfinguna og fer í sund. Á ganginum niðri mætumst við aftur og brosum til hvors annars. Ég fer í pottinn og einhverjir 8. bekkingar fara að spjalla við mig um nafnið mitt, reykingar og kynlíf (sem annar þeirra virtist fá nóg af :D).Á leiðinni í sturtu mæti ég henni svo enn einu sinni, með gamla sundhópnum… úfff, og aftur brosir hún svo svakalega fallegu brosi til mín. Og aftur leið mér eins og kúk þar sem þessir guttar voru enn að elta mig og spyrjandi spurninga.

Ég vona að ykkur hafi ekki leiðst að lesa þetta raus í mér en eitt get ég sagt ykkur. Hamingja er actually til… Þó svo að í mínu tilfelli muni hún líklega ekki endast mjög lengi :(