Ég er að pæla..

Undanfarið 1 og hálf ár sirka hef ég eiginlega aldrei verið almennilega hamingjusamur. Og miðað við hvernig mér líður núna þá hef ég barasta ekki verið hamingjusamur á þessum tíma.
Og þegar maður þarf útrás fyrir reiði og svona þá finnst mér mjög gott bara að fá útrás á boxpúða, fara út að hlaupa þangað til ég get ekki meira og eitthvað í þeim dúr.

En..

Núna er ég að springa úr hamingju. Ég hef einu sinni fengið þessa tilfinningu áður, og þá valhoppaði ég um allt hús eins og ég veit ekki hvað.
En ég kannski geri það ekki núna, en ég get ekki lýst þessu, ég einhvernveginn iða í skinninu úr gleði, og ég veit ekkert hvernig ég á að fá útrás fyrir þessa hamingju :)
Passar ekkert að berja boxpúða núna, enda er ég ekkert reiður eins og þá alltaf.

Svo hver ætli sé besta leiðin til þess að fá útrás fyrir hamingju ? :)