Mér barst annað bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Málið er að ég elska stelpu( já ég veit alveg hvað ég er að tala um! Ég hef verið hrifinn og það ofsalega en þetta er á allt öðru caliberi!) og allt í góðu með það…
Ég hef talað mikið við hana og hún veit að ég er hrifinn af henni (en ekkert meira,hef ekki sagt henni allar tilfinningar mínar til hennar) og hún hefur sagt mér að hún sé hrifin af mér.
Á laugardaginn(eða föstudags nóttina) vorum við eitthvað að kúra og við kysstumst.
Daginn eftir vorum við að chilla saman með vinum okkar og eitthvað en ég var geðveikt veikur og man varla eftir neinu sem gerðist…
Svo daginn eftir geri ég bara ekki neitt enda með 39.5 stiga hita en daginn eftir það(á mánudeginum)fer ég að tala við vinkonur hennar og hana á MSN og kemst svona eiginlega að því að ég hafði látið eins og fáviti og ekki sínt henni neina athygli sem er vel útskýranlegt vegna þess að ég var að leka niður allan daginn úr þreytu…
Núna hefur hún eiginlega ekki sínt mér neinn áhuga á MSN og ég hef ekki talað við hana í persónu því hún á heima svo langt í burtu o.s.fr
Ég hef svo miklar áhyggjur af því að ég hafi kæft neistann og hún beri engar tilfinningar til mín…
Ég er að fara að hitta hana á morgun og veit bókstaflega ekkert hvað ég á að gera eða hvað ég á að segja við hana þar sem ég er búinn að biðjast afsökunar(hringdi í hana) á því hvernig ég lét um helgina en það er eins og hún ignori mig eða eitthvað :S
Ég er búinn að vera í einhverju þunglindis kasti frá því þá og varð bara að segja einhverjum þetta en þekki engann sem ég get 100% treyst

Ég hef virkilega litla þörf fyrir skítköst takk fyri
Gaui