Ætla byrja á því að taka það fram að ég er 16 ára (92) KK.

Þannig er mál með vexti að ég er rosalega hrifinn af stelpu sem ég jú, myndi ekki kannski allveg kalla hana vinkonu en við þekkjumst ágætlega.
Ég kyssti hana fyrst fyrir nokkru og það var þegar við vorum bæði full, og síðan kyssti ég hana aftur nokkru síðar þegar við vorum aftur bæði full og hittum svo heppilega á hvort annað.
Enn þegar ég sé hana i skolanum, þá veit eg ekki hvernig henni finnst um mig, ég er rosalega hrifinn af henni, og ber sterkar tilfinningar til hennar en eg er svo hræddur um að hún beri ekki sömu tilfinningar til mín, og ég hef alltaf verið mjög feiminn þess vegna þori ég voða lítið að tjá tilfinningar minar við aðra, hvað þá hana.

Afsakið uppsetningu og röð atburða, ég er ekki samkvæmur sjálfum mér þessa stundina, en ég bið um góð og virðuleg svör.
Þakkir, ónafngreindur.

Bætt við 16. nóvember 2008 - 17:28
Þótt ég segi sjálfur frá þá lít ég nokkuð vel út og ég veit um nokkrar stelpur sem eru hrifnar af mér. (Bara svona tilað bæta við :Ð )