Ég er búin að eiga bandarískan netkærasta í sex daga. Hann hefur kennt mér ýmislegt og verið þarna fyrir mig, svona eins og alvöru kærasti. Svo fæ ég þær fréttir í gærkvöldi að það sé ekki víst að hann lifi af! Ég sendi náttúrlega skilaboð og spyr hvað sé að. Þá fæ ég þau svör að svartur bíll hafi keyrt á hann… Og ég veit núna að sá sem ég hef verið að tala við er vinur hans af netinu sem veit mjög fátt nema það sem strákurinn sagði honum en er að segja mér allt sem hann veit! Og ég er (eðlilega held ég) frekar óörugg og hrædd um hann. Svo er þessi netvinur hans að leyfa mér að segja honum hvernig mér líður og svoleiðis, ég er honum mjög þakklát.

Svo má kannski bæta því við að síðustu skilaboðin frá honum hræddu mig svolítið, þrátt fyrir að ég hafi ekki skilið það þá… Þau voru: I want to say goodbye babe… Hvernig á ég að taka því? Á ég að búast við því að hann hafi vitað þetta eða haft hugboð eða bara verið að segja þetta til að segja bæ af því að hann var að hætta inn á? Ég var ekki inn á þegar hann sendi mér skilaboðin en hann var vanur að senda mér skilaboð þegar ég var ekki inn á.

Finnst ykkur eðlilegt að ég sé leið eða er ég bara að gera þetta dramatískt og búa til áhyggjur?

Ég þarf ekki að vita að ég sé tröll eða að hann sé bara að fokka í mér. Svo þarf heldur ekki að segja mér að það sé erfitt að taka mig alvarlega þegar ég tala eins og persóna í bók, það er þegar búið að segja mér það. Mér er nokkurn veginn sama um skítköst, en mér finnst þau alger óþarfi. Ég hef líka tilfinningar!

Kannski er fínt að bæta því við að hann hefur í rauninni breytt viðhorfi mínu til lífsins á þessum dögum sem við höfum þekkst, verið alltaf þarna fyrir mig og hughreyst mig og svona í baráttu minni við lífið. Þegar ég hef átt erfitt þá hef ég talað við hann og hann einhvern veginn róað mig, þrátt fyrir að hann segði ekki annað en „that's so bad, hon.“ Og svo þegar hann hefur átt erfitt hef ég getað róað hann og látið honum líða betur.
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.