Sko kallinn minn er fyrir sunnan og var búinn að heita mér loforði um að vera ekki að fara út að drekka, en hann braut þetta loforð og mér finnst frekar fúlt þegar hann brýtur loforð sem hann segist ætla standa við.

Hann er hugsanlega ekki búinn að gera sér fullkomnlega grein fyrir því að hann gerir ekkert annað en að draga mig niður þegar hann fer suður. Ég er með fæðingarþunglyndi og er með venjulegt þunglyndi fyrir og svo auðvitað komið skammdegisþunglyndi ofan á þetta allt. Mér líður bara hrikalega ílla yfir þessu.

S.s hann fær að skemmta sér og hafa það rosagaman fyrir sunnan og ég þarf að vera heima á noðurlandi, próflaus,bíllaus og lengst út í rassgati með ungabarn.

Bætt við 8. nóvember 2008 - 12:47
Já og líka því hann sagði mér ekki frá því að hann ætlaði að djamma, mjög ólíkt honum, það er ekki erfitt að láta vita af því t.d segja “hey ég ætla skreppa út með strákunum og fá mér smá í glas”.

Mér er mein ílla við að hann sé fyrir sunnan þar sem maður veit aldrei hvort það komi einhver og ráðist á hann eða hann geri einhvern skandal.