Mér barst annað bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Hér inná hafa verið gefin allskonar ráð til þess að komast yfir
ástarsorg. Þetta er frá aðeins öðru sviði.
Hvað get ég gert, sem vinkona (/vinur), til að hjálpa vinum
mínum að komast yfir sínar fyrrverandi?

Tveir af mínum vinum, sem mér þykir svakalega vænt um, eiga
voðalega erfitt með að komast yfir fyrstu ástina sína.
Hjá báðum var þetta fyrsta ástin og fyrsta sambandið (þó ég sé
ekki alveg örugg á þeirri staðreynd) og þeir voru frekar ungir
(sem sagt unglingaástin).
Hjá öðrum þeirra slitnaði uppúr sambandinu fyrir einhverjum
árum (3-4) og hjá hinum er liðið amk meira en eitt ár (og
sambandið var mjög stutt).

Báðir hafa prófað sambönd aftur en ekki ennst lengi.
Báðir eru þeir mjög uppteknir í daglegu lífi, svo að dreifa
huganum á varla við.
Þeir virðast reyna að halda áfram en koma svo alltaf að sömu
hugsununni; langar aftur í sína fyrrverandi.

Mér finnst ömurlegt að þeir fái ekki að halda áfram með lífið.
Veit svo varla hvað ég á að ráðleggja þeim, m.a. vegna þess að
ég vona innilega að á endanum fái þeir ástirnar sínar aftur því
þeir virkilega þrá það, en vil líka að þeir lifi lífinu þangað til.

Sérstaklega því fyrrverandi annars þeirra er alltaf að gefa honum
vonir. Kyssir hann á fylleríum en skrínar svo öll símtölin hans og
talar ekki við hann.
Langaði að rífast aðeins í henni en er ekki alveg það náin
vinkona. Fyrir henni hefði þetta bara verið einhver stelpa útí bæ
að böggast í henni.

Svo gilda varla þessi venjulegu ráð núna fyrst svona langur tími
er liðin. (Eins og dreifa huganum, tala um hlutina, skemmta sér,
eyða tíma með vinum, líta í kringum sig…)

Einhverjar hugmyndir? Eða er þetta alveg vonlaust?
Gaui